Fara í efni  

Bæjarstjórn

1269. fundur 27. febrúar 2018 kl. 17:00 - 17:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka á dagskrá með afbrigðum annars vegar mál. nr. 1802395 (Uppsagnir á starfsstöð sýslumannsins á Akranesi) og hins vegar mál nr. 1802357 (Aðalsk. Grenja, breyting). Fyrra málið verður nr. 2 í dagskránni og síðara nr. 5.

Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2018

1801223

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 24. janúar síðastliðnum.

2.Uppsagnir á starfsstöð sýslumannsins á Akranesi

1802395

Fyrirhugaðar uppsagnir á starfsstöðvum sýslumannsembættisins á Vesturlandi.
Til máls tóku:
SI, ÓA, IP og SFÞ.

Samþykkt var eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Akraness mótmælir harðlega uppsögnum starfsfólks hjá starfsstöð sýslumannsins á Akranesi sem fela m.a. í sér að ekki verður lengur til staðar löglærður fulltrúi með fasta viðveru í langfjölmennasta byggðarkjarna á Vesturlandi.

Í aðdraganda þeirra breytinga sem gerðar voru í upphafi árs 2015, með aðskilnaði sýslumanns- og lögreglustjóraembætta, mótmæltu bæjaryfirvöld á Akranesi harðlega þeim áformum að hvorki sýslumaður né lögreglustjóri yrðu staðsettir á Akranesi en einungis á Vesturlandi var gengið framhjá stærsta byggðarkjarna umdæmis við val á staðsetningu umræddra embætta.

Í kjölfar framangreindra ráðstafana var því lofað að þjónustan á Akranesi yrði sambærileg við það sem áður var hvort sem litið væri til starfsemi lögreglu eða sýslumanns. Þær ákvarðanir sem nú hafa verið teknar munu að mati bæjarstjórnar augljóslega skerða þjónustu við bæjarbúa og eru með öllu óásættanlegar.

Bæjarstjórn Akraness skorar á hæstvirtan dómsmálaráðherra, Sigríði Andersen, að bregðast tafarlaust við þessari stöðu og beita sér fyrir því að fjárheimildir verði auknar til samræmis við áður gefin fyrirheit um "...starfsstöðvar og starfsmannahald hjá embættunum..." sbr. m.a. nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018.

Sigríður Indriðadóttir (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Ingibjörg Pálmadóttir (sign)
Þórður Guðjónsson (sign)

Samþykkt 9:0.

3.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018

1710094

Bæjarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundaráðs að sameiginlegri gjaldskrá fyrir allt dagstarf í Þorpinu. Ekki er um kostnaðaraukningu að ræða heldur einföldun á gjaldskrá með því að setja allt dagstarf í Þorpinu í eina gjaldskrá í stað tveggja.

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
Samþykkt 9:0.

4.Tillaga að breytingum varðandi reglur um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar

1801252

Bæjarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundaráðs um breytingar á reglum um tómstundaframlag. Breytingarnar fela í sér samræmingu á nýju verklagi sbr. tengingu við íbúagáttina og Hvata sem heldur utan um greiðslur á tómstundaframlagi.

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
Samþykkt 9:0.

5.Aðalsk. - Grenjar breyting

1802357

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi á svæði Grenja H3, hafnarsvæði verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 1. mars til og með 15. mars 2018.
EBr víkur af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku: RÓ og VLJ.


Bæjarstjórn samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi á svæði Grenja H3 hafnarsvæði, verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 7. mars til og með 21. mars 2018.

Samþykkt 8:0.

EBr tekur sæti á fundinum á ný.

6.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3335. fundargerð bæjarráðs frá 15. febrúar 2018.
Til máls tók:
RÓ um liði nr. 7 og nr. 18.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

77. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

76. fundargerð skóla- og frístundaráðsfrá 6. febrúar 2018.
77. fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 20. febrúar 2018.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

76. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. febrúar 2018.
Til máls tóku:
IV um lið nr. 5.
EBr um lið nr. 5.
SFÞ um laið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2018 - Faxaflóahafnir

1801027

165. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 9. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Því miður mistókst upptaka fundarins.
Biðjumst velvirðingar á því.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00