Bæjarstjórn
1.Deiliskipulagsbreyting Skógarhverfi 1. áfangi, Viðjuskógar 8-14, og 16-18.
1104152
Til máls tóku EBr, GÞV, ÞÞÓ og GPJ.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0
Gunnhildur Björnsdóttir tekur aftur sæti á fundinum og Guðmundur Þór Valsson víkur.
2.Orkuveita Reykjavíkur - endurfjármögnun skuldabréfaflokks
1401208
Til máls tók RÁ.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir hér með að veita Orkuveitu Reykjavíkur, sem Akraneskaupstaður á með öðrum sveitarfélögum, einfalda og hlutfallslega ábyrgð m.v. eignarhlut 31. desember 2013 í fyrirtækinu vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 900.000.000 krónur. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin Lánasjóðnum veð í útsvarstekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Fari svo að Akraneskaupstaður selji eignarhlut sinn í Orkuveitunni til annars opinbers aðila, skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að sjá til þess að nýr eigandi yfirtaki jafnframt ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, kt. 300660-3989, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar."
Bókunin samþykkt 9:0.
3.Viðmiðunarreglur um afmælisgjafir og kveðjur
1311105
Til máls tóku: EBr, bæjarstjóri
Bæjarstjórn staðfestir samþykkt bæjarráðs 9:0.
4.Fjárhagsaðstoð 2014
1311087
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.
5.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn.
1401184
Til máls um útsendingu fundargagna almennt og auglýsingar um fundi stjórnmálaflokka tóku GS, RÁ, ÞÞÓ, IV, GPJ, DJ, GB, EB og SK.
Fundargerðin staðfest 9:0.
6.Fundargerðir 2014 - bæjarráð.
1401158
Lögð fram.
Til máls um lið 1 og 2 tók GS.
Til máls um lið 3 tóku EBr, ÞÞÓ og GPJ.
Til máls um lið 10 tók EBr og RÁ.
Til máls um bókanir fundargerða almennt tók IV.
7.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.
1401159
Lögð fram.
8.Fundargerðir 2014 - framkvæmdaráð.
1401160
Lögð fram.
9.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd.
1401161
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 17:55.