Fara í efni  

Bæjarstjórn

1155. fundur 13. nóvember 2012 kl. 17:00 - 19:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, stýrði fundi og bauð hann fundarmenn velkomna til fundarins.

1.

1.1.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

1.2.Æðaroddi - endurskoðað deiliskipulag

1004078

1.3.Laugarbraut 6 umsókn um heimild til að klæða húsið.

1210180

1.4.Lerkigrund 2-6 umsókn um heimild til að klæða húsið.

1210178

1.5.Heiðargerði 16 umsókn um að klæða húseignina.

1210150

1.6.Suðurgata 36 umsókn að setja múrklæðningu á húsið

1210018

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 77

1210019

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 31. október 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.1.Starfslok bæjarstjóra

1211063

2.2.Krókatún 1 - veðleyfi

1210199

2.3.Laun forstöðuþroskaþjálfa

1203090

Til máls tóku: EB, HR, GPJ, ÞÞÓ

EB lagði til að erindinu verði vísað að nýju til bæjarráðs.

Tillagan felld 2:7.

Með voru: EB, GS

Á móti: SK, GPJ, DJ, GB, IH, ÞÞÓ, HR

2.4.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

1210123

2.5.Deiliskipulag - umhverfi Akratorgs

1210163

2.6.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2013

1211034

2.7.Álagning gjalda 2013.

1210191

2.8.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2014-2016

1201106

2.9.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

2.10.Skaginn hf. - atvinnuuppbygging

1210196

3.Bæjarráð - 3171

1211004

Fundargerð bæjarráðs frá 8. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.1.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

4.Bæjarráð - 3170

1211001

Fundargerð bæjarráðs frá 4. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.1.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

4.2.Samningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum

1209180

5.OR - fundargerðir 2012

1202192

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 176 og 177 frá 21. og 25. september 2012.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Yfirkjörstjórn - fundargerðir 2012

1205043

Fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 19. og 20. október 2012.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.1.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2013

1209119

7.Framkvæmdaráð - 88

1211002

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 5. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.1.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2013

1209119

8.Framkvæmdaráð - 87

1210032

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 1. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

8.2.Vélhjólaíþróttafélag Akraness 2012

1208151

8.3.Selveita, girðing

1209065

9.Bæjarráð - 3169

1210033

Fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.1.Vélaskemma fyrir golfklúbbinn

1005091

10.Framkvæmdaráð - 86

1210020

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 18. október 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.1.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

10.2.Skilgreining á skóladögum í grunnskólum

1208208

10.3.Starfsáætlanir grunnskóla 2012-2013

1210079

10.4.Einelti - tillögur

1206105

11.Fjölskylduráð - 99

1210028

Fundargerð fjölskylduráðs frá 30. október 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.1.Ársfundur Umhverfisstofnunar

1210189

11.2.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

12.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

1210123

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 8. nóvember 2012, var fjallað um fyrirliggjandi gögn vegna fjárhagsáætlunar Höfða til þriggja ára og samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0.

12.1.Skógahverfi - leikvöllur

1206044

12.2.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

12.3.Fjárhagsáætlun 2012- fjölskyldustofa

1110153

12.4.Ýmis starfsmannamál.

1110136

Til máls tóku: GS, GPJ, IV, GS

GS lagði fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að gefa bæjarstjórn Akraness framvegis skýrslu um þau verkefni, fundi eða önnur störf sem hann og/eða aðrir starfsmenn Akraneskaupstaðar hafa komið að eða vinna að án þess að þeirra hafi verið getið í fundargerðum ráða, nefnda og stjórna kaupstaðarins. Skýrsluna skal gefa í lok seinni bæjarstjórnarfundar hvers mánaðar.
Greinargerð:
Eftir að hafa hlustað á og séð útsendingar frá fundum bæjarstjórnar Akureyrar, þar sem bæjarstjórinn gerir einu sinni í mánuði í lok bæjarstjórnarfundar grein fyrir störfum sínum frá síðustu skýrslu í örstuttu máli (5 til 10 mínútur) tel ég rétt að taka þennan hátt upp í bæjarstjórn Akraness. Í slíkri skýrslu á að koma fram það sem ekki er nefnt í fundargerðum. Það er eðlilegt að einstakra mála, funda og annara starfa sé ekki getið í fundargerðum en í skýrslunni yrðu upplýsingar sem gott væri fyrir bæjarfulltrúa að vita um til þess m.a. að koma hugsanlega í veg fyrir einhvern misskilning.

Gunnar Sigurðsson (sign)

GPJ lagði til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Samþykkt 9:0.

12.5.Risna, gjafir og móttaka gesta - reglur

1206211

12.6.Laun forstöðuþroskaþjálfa

1203090

13.Bæjarráð - 3168

1210026

Fundargerð bæjarráðs frá 25. október 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarstjórn - 1154

1210024

Fundargerð bæjarstjórnar frá 23. október 2012.

Fundargerðin samþykkt 9:0.

15.Bæjarstjórnarfundur

1211080

Ákvörðun um næsta reglulega fund bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að fella niður næsta fund bæjarstjórnar þann 27. nóvember nk. og að næsti reglulegi fundur verði haldinn þriðjudaginn 11. desember nk.

Samþykkt 9:0.

15.1.Visitakranes.is - samningur um rekstur ferðaþjónustuvefs

1209175

16.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 8. nóvember 2012, var fjallað um fyrirliggjandi gögn vegna fjárhagsáætlunar Höfða og samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0.

17.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2013

1211034

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. nóvember 2012, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu vegna breytinga á almennum gjaldskrám Akraneskaupstaðar fyrir árið 2013.
Almennar þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 4,5% þann 1. janúar 2013, en dvalargjöld í leikskólum og skóladagvist hækki um 7,5% þann 1. janúar 2013 og 3,0% þann 1. júlí 2013.

Til máls tók bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

18.Álagning gjalda 2013.

1210191

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 8. nóvember 2012, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars-, fasteigna- og þjónustugjalda á árinu 2013. Um óbreytt gjöld er að ræða að undanteknum 4,5% hækkun sorptunnu- og sorpeyðingargjöldum.
Álagt útsvar 2013 verði 14,48% vegna launa ársins 2012.
Fasteignaskattur verði eftirfarandi á árinu 2013:
0,3611 % af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 15.625.- fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald verði kr. 13.325.- Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og innheimt með fasteignagjöldum.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2013 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2013, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Til máls tók bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

19.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2014-2016

1201106

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 8. nóvember 2012, var fjallað um fyrirliggjandi gögn vegna fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar til þriggja ára ásamt samstæðuáætlun.
Bæjarráð samþykkti að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 13. nóvember 2012.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, GS, EB, GPJ

Bæjarstjórn samþykkir að vísa áætluninni og fyrirliggjandi tillögum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0.

20.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 8. nóvember 2012, var fjallað um fyrirliggjandi gögn vegna fjárhagsáætlunar A og B hluta Akraneskaupstaðar ásamt samstæðuáætlun.
Bæjarráð samþykkti að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 13. nóvember 2012.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og lagði fram eftirfarandi tillögur sem hann lagði til að verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn með fjárhagsáætluninni.

Tillögur til bæjarstjórnar samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2013:

1.Launakostnaður vegna tilsjónar.
Bæjarstjórn samþykkir að fela fjölskylduráði að leggja tillögu fyrir bæjarráð, að samræmingu launakjara til starfsmanna kaupstaðarins sem starfa við tilsjón, heimaþjónustu fatlaðra, heimilisþjónustu og annarra sambærilegra starfa. Tillagan verði lögð fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. febrúar 2013.

2. Tillaga um tekjutengingu afslátta af þjónustugjöldum.

Bæjarstjórn samþykkir að tekin verði upp tekjutenging við afsláttarkjör ýmissa gjaldskráa (þjónustugjalda) sem kaupstaðurinn innheimtir. Í því skyni að undirbúa slíkt fyrirkomulag, gjaldskrár, afslætti og tekjutengingu, samþykkir bæjarstjórn að skipa sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að undirbúa tillögu að breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum bæjarráðs til að vinna að málinu. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skal að skilum verkefnisins eigi síðar en 1. maí 2013.


3.Tillaga um styrk til FVA - tækjakaup 2013.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.452.000 til Fjölbrautaskóla Vesturlands til eflingar rafiðnaðardeildar skólans vegna endurnýjunar tækjabúnaðar.


4.Búnaðar- og áhaldakaup 2013 - ráðstöfun fjármuna.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja og áhalda og húsbúnaðar hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 21.300.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.


5.Langtímaveikindi starfsmanna 2013 - ráðstöfun fjármuna.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun kr. 16.163.000 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.


6.Félagsleg úrræði 2013 - framlag.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum vegna Endurhæfingarhússins "Hvers" að fjárhæð kr. 9.550.000, til Skagastaða 1.399.000 til atvinnumála fatlaðs fólks að fjárhæð kr. 3.188.000 og til Búkollu að fjárhæð kr. 1.126.000.-
Fjölskyldustofu- og ráði er falið að leggja fyrir bæjarráð og stjórn, greinargerð um starfsemina á árinu 2012 og áætlanir og horfur fyrir árið 2013, þar með möguleikum á að afla verkefnunum stuðnings frá sjóðum og samstarfsaðilum sem staðið hafa að verkefnunum ásamt Akraneskaupstað. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má, en eigi síðar en 1. febrúar 2013.


7.Átak í atvinnumálum 2013 - framlag.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 15.192.000 til verkefna vegna atvinnuátaks fyrir atvinnulaust fólk. Bæjarstjórn felur starfsmanna- og gæðastjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur um nánari útfærslu í samráði við Framkvæmdastofu um ráðstöfun fjárins og verkefnaval. Lögð verði áhersla á að verkefnavali sem snýr að hirðu og útliti bæjarins, verði beint á þann tíma sem vinnuskólinn og unglingavinna kaupstaðarins er ekki til staðar.


8.Hátíðahöld 2013 - framlag.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 12.842.000.- til hátíðarhalda og viðburða. Stjórn Akranesstofu er falið að leggja tillögur fyrir bæjarráð um ráðstöfun fjárins eigi síðar en 1. febrúar 2013.


9.Stjórnmálasamtök á Akranesi - 2013.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2013 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000.-


10.Tillaga vegna viðhaldsframkvæmda 2013 - framlag.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa sérstöku framlagi í fjárhagsáætlun 2013 að fjárhæð 70 m.kr. til átaks við viðhald gatna, gangstétta og opinna svæða. Framkvæmdaráði er falið að leggja fyrir bæjarráð og stjórn tillögu að verkefnum og framkvæmd þeirra fyrir 1. febrúar 2013.


11.Tillaga vegna viðhalds fasteigna 2013 - framlag.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 88,2 m.kr til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf á árinu 2013. Horft verði sérstaklega til úrræða vegna aðgengis fatlaðra í samræmi við ábendingar í skýrslu byggingar- og skipulagsfulltrúa sem nýlega er komin út. Framkvæmdaráði falið að leggja tillögu fyrir bæjarráð og stjórn eigi síðar en 1. febrúar 2013 um nánari skiptingu verkefna.


12.Tillaga um FAB-LAB.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni verkefnastjórnar að skoða og eftir atvikum taka upp viðræður við Fjölbrautaskóla Vesturlands og Nýsköpunarmiðstöð um að Fjölbrautaskólinn taki við rekstri smiðjunnar þannig að hún verði rekin undir merkjum skólans sem námsúrræði í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.


13.Tillaga um skólamál.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir 30 m.kr. eignfærðri fjárfestingu hjá Eignasjóði þannig að hægt sé að leysa húsnæðisþörf grunnskólans vegna fjölgunar nemenda. Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum framkvæmda- og fjölskylduráðs til að kanna þörf á aukningu skólahúsnæðis til lengri tíma, leiðir til úrbóta til lengri og skemmri tíma. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skuli að skilum tillagna eigi síðar en 1. mars 2013.


14.Tillaga um rekstur tjaldsvæðis og salerna.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir að umsjón með rekstri tjaldsvæða og salerna á opnum svæðum hjá Akraneskaupstað verði hjá Framkvæmdastofu. Nauðsynlegar breytingar þar að lútandi verði gerðar við endurskoðun bæjarmálasamþykktar og erindisbréfa Framkvæmda- og Akranesstofu. Bæjarstjórn samþykkir einnig að rekstur þess verði boðinn út á árinu 2013, og felur framkvæmdaráði að undirbúa og auglýsa útboð á þeim rekstrarþáttum eigi síðar en 1. febrúar 2013.


15.Tillaga vegna samninga við félagasamtök.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir rekstrarframlagi undir íþróttamálum í aðalsjóði að fjárhæð 11,0 m.kr vegna rekstrarsamninga við félagasamtök vegna verkefna á þeirra vegum og eignfærðri fjárfestingu að fjárhæð 8 m.kr vegna samninga við Golfklúbbinn Leyni vegna byggingar vélageymslu. Framkvæmdaráði falið að ganga til samninga við viðkomandi félagasamtök og leggja tillögu að samningum fyrir bæjarráð og stjórn til umfjöllunar og afgreiðslu.


16.Átak vegna atvinnuleysis.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 6 m.kr. til að mæta kostnaði vegna aðstoðar við að leysa atvinnumál einstaklinga sem hafa verið atvinnulausir um langt skeið. Gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins undir útgöldum til félagsmála í fjárhagsáætlun. Starfsmanna- og gæðastjóra falið að leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 15. janúar tillögur um útfærslu og fyrirkomulag samninga hvað þetta mál varðar í samvinnu við starfsmenn Fjölskyldustofu.


17.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra.
Á árinu 2014 mun fara fram endurskoðun ríkis og sveitarfélaga á fjármálalegum hluta yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra. Í ljósi þess samþykkir bæjarstjórn Akraness að skipa starfshóp sem annist úttekt á yfirtöku Akraneskaupstaðar á málefnum fatlaðra og þjónustu við þá og rekstrarumfangs kaupstaðarins í málaflokknum. Skoðuð verði sérstaklega sú þjónusta sem nú er veitt með hliðsjón af þeim fjármunum sem málaflokknum fylgdi. Skipaður verði þriggja manna starfshópur á vegum bæjarráðs til að vinna að málinu. Bæjarráð geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skal að skilum verkefnisins eigi síðar en 1. maí 2013.


18.Tillaga um IPA styrki.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 1,0 m.kr. til að mæta kostnaði við styrkjaumsókn vegna nýsköpunar- og atvinnuuppbyggingar á Akranesi. Umsjón málsins verður í höndum atvinnumálanefndar og verkefnastjóra í atvinnumálum.


19.Tillaga um aðstöðusköpun í tengslum við Fjöliðjuna.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela Framkvæmdastofu að skoða möguleika á byggingu gróðurhúss á lóð Fjöliðjunnar. Niðurstaða könnunar liggi fyrir eigi síðar en 15. febrúar og verði kynnt framkvæmdaráði til nánari ákvörðunar.


20.Tillaga nýtingu Suðurgötu 57.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipaður verði sérstakur starfshópur á vegum Framkvæmdastofu sem taki til sérstakrar skoðunar nýtingu og uppbyggingu á húsnæðinu Suðurgötu 57 til framtíðar litið. Haft verði í huga sérstaða hússins með hliðsjón af skipulagi Akratorgs og gamla miðbæjarins og framtíðarmöguleikum svæðisins.
Skipaður verði fjögurra manna starfshópur á vegum framkvæmdaráðs sem geri starfshópnum erindisbréf og skipi jafnframt formann starfshópsins. Stefnt skuli að skilum tillagna eigi síðar en 1. ágúst 2013.

Bæjarstjórn samþykkir 9:0 að vísa áætluninni og tillögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

21.Ungmennaráð Akraness

1210201

Fjölskylduráð vísaði á fundi sínum þann 6. nóvember s.l. drögum að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Akraness til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tók ÞÞÓ

Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfið 9:0.

22.Ýmis starfsmannamál.

1110136

Bréf bæjarráðs, dags. 26. október 2012, þar sem viðbótartillögu starfsmanna- og gæðastjóra við starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða ákvæði sem bætt verði við starfsmannastefnuna varðandi stefnu kaupstaðarins í eineltismálum.

Til máls tók HR.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

23.Risna, gjafir og móttaka gesta - reglur

1206211

Bréf bæjarráðs, dags. 26. október 2012, þar sem reglum um risnu, gjafir og móttöku gesta er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tóku: GS, HR, DJ

GS lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Bókun vegna tillögu um risnu, gjafir og móttökur hjá Akraneskaupstað:

Ég undirritaður harma að ekki skuli hafa verið sameinaðar reglur hjá Akraneskaupstað um gjafir, risnu, móttöku gesta og viðmiðunarreglur Akraneskaupstaðar og stofnana varðandi afmælisgjafir og kveðjur.
Í viðmiðunarreglum kemur m.a. fram að árlega er stofnunum heimilt að ráðstafa allt að kr. 2.500 á hvern starfsmann í sameiginlega máltíð og/eða starfsmannahóf t.d. jólamáltíð, starfsmannaferðir sem tengjast starfsemi stofnunar, bæjarskrifstofu og bæjarstjórnar og telst það þá heldur ekki til risnu. Hér gæti því verið um að ræða kostnað allt að tveimur milljónum króna sem hvergi er áætlað fyrir í fjárhagsáætlun Akranekaupstaðar.
Þó að hinar nýju reglur séu að nokkru leyti til bóta er það ekki í anda góðrar stjórnsýslu að hafa tvöfalt kerfi í gangi. Eðlilegast er því að sameina umræddar reglur og tryggja um leið að gert sé ráð fyrir öllum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni."


Akranesi 13.11.2012
Gunnar Sigurðsson (sign)

Reglurnar samþykktar 8:0

Með voru: GB, IV, ÞÞÓ, HR, SK, GPJ, DJ, EB

Hjá sat: GS

24.Lánasjóður sveitafélaga - lán nr. 1212_32

1210138

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 25. október 2012, var m.a. fjallað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 101 m.kr. til 12 ára.

Til máls tók:

Eftirfarandi samþykkt var gerð:

,,Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 101.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna annað óhagstæðara lán hjá Landsbanka Íslands sem tekið var árið 2003 til að fjármagna gatnagerð, leikskóla og slökkvistöð, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að lánsfjárhæðarinnar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi til hækkunar á handbæru fé í árslok 2012."

Samþykkt 9:0.

24.1.OR - Ábyrgðagjald 2012

1207068

24.2.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

24.3.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

24.4.Aðalfundur samtaka sveitarfélaga 2012

1208034

24.5.OR - úttektarnefnd - úttektarskýrsla

1201419

24.6.Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka) - mál nr. 55.

1210152

24.7.Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins - mál nr. 155.

1210151

24.8.Raforkuflutningskerfi - þróun og uppbygging

1210102

24.9.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - árshlutareikningur 2012

1210105

24.10.Menningarráð Vesturlands - fjárhagsáætlun 2013

1209060

25.Starfslok bæjarstjóra

1211063

Samkomulag um starfslok Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra, dags. 7. nóvember 2012.

Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti 9:0. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, annist daglegar starfsskyldur bæjarstjóra Akraneskaupstaðar þar til annað verður ákveðið.

25.1.Afskriftir 2012

1203209

25.2.Skráning reiðleiða - kortasjá

1210077

25.3.Lánasjóður sveitafélaga - lán nr. 1212_32

1210138

25.4.FVA - Tækjakaup 2012

1201124

25.5.Norðurálsmót 2013

1210140

25.6.OR - aðveitustöð

1207057

25.7.Landsfundur Þroskahjálpar 2012 - ályktun

1210121

25.8.Selveita, girðing

1209065

25.9.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

Fundi slitið - kl. 19:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00