Fara í efni  

Bæjarstjórn

1334. fundur 25. maí 2021 kl. 17:00 - 18:44 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða

2011027

Á 153. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn þann 5. maí 2021 var tekið fyrir mál 2011027 - Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða.

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði drögum að reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða til umsagnar í Öldungaráði. Öldungaráð tók málið fyrir á 11. fundi sínum 27. apríl 2021. Umsögn ráðsins liggur fyrir og er eftirfarandi: Öldungaráð lýsir yfir stuðningi sínum með fyrirhuguð drög að reglum um akstursþjónustu aldraðra.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að endurskoðun á reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum til bæjarstjórnar til samþykktar.
Til máls tóku:
KHS, ÓA, KHS, ÓA, KHS, RÓ, ELA og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða.

Samþykkt 9:0

2.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

2009212

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí 2021 reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti reglurnar á fundi sínum nr. 153 reglur þann 5. maí 2021.
Til máls tóku:
KHS, ÓA, KHS, ÓA, KHS og ELA

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Samþykkt 9:0

3.Fæði starfsmanna Akraneskaupstaðar (matarmiðar)

2105089

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí 2021 tillögu um hækkun verðgildi matarmiða Akraneskaupstaðar úr kr. 1.600 í kr. 1.750 sem gilda frá 1. maí 2021.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir hækkun á verðgidli matarmiða starfsmanna Akraneskaupstaðar í kr. 1.750 sem gildi frá 1. maí 2021.

Samþykkt 9:0

4.Flóahverfi - markaðssamningur

2104179

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí markaðssamning Akraneskaupstaðar og Merkjaklappar ehf.
Til máls tóku:
RBS og ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir markaðssamning Akraneskaupstaðar og Merkjaklappar ehf.

Samþykkt 9:0

5.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí 2021 erindisbréf fyrir starfshóp um uppbyggingu Fjöliðjunnar og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Bæjarráð samþykkti breytta dagsetningu lokaskila hópsins miðað við samþykkt drög skipulags- og umhverfissviðs til 16. júlí í stað 1. júlí 2021.
Til máls tóku:
RBS, KHS, ÞG, ÓA og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir erindisbréf fyrir starfshóp um uppbyggingu Fjöliðjunnar. Gert er ráð fyrir að lokaskil starfshópsins verði 16. júlí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

6.Barnvænt sveitarfélag - sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí 2021 erindisbréf stýrihóps um barnvænt samfélag og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð samþykkti breytta tímasetningu upphafs vinnunnar miðað við samþykkt velferðar- og mannréttindaráðs og lagði til að upphafið yrði í júní en ekki í maí.
Til máls tók:
BD.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir erindisbréf stýrihóps um barnvænt samfélag. Gert er ráð fyrir að hann hefji störf í byrjun júní næstkomandi.

Samþykkt 9:0

7.Hreggi Ak 85 - skipaskrárnr. 1873 - forkaupsréttur

2105033

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagins á fiskiskipinu Hreggi AK 85, skipaskrárnúmer 1873 og vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu á fiskiskipinu Hreggi AK 85 (skipaskrárnúmar 1873).

Samþykkt 9:0

8.Dalbraut 8 - samningur

2104263

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20. maí samning Akraneskaupstaðar og Veitna ohf. um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.

Bæjarráð samþykkti breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2021 og viðbótarútgjöld vegna samningsins, samtals að fjárhæð kr. 24.653.000.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tók:
RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Veitna ohf. um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.

Samþykkt 9:0

9.Slökkvilið - tækjabúnaður

2011281

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3458 þann 20 maí 2021 viðauka II við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit dags. 20. desember 2001 sbr. viðauka dags. 4. desember 2020 um framlengingu samstarfssamningsins um eitt ár til 31. desember 2021 en viðaukinn felur í sér ráðstöfun um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarráð samþykkti breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2021 vegna kaupanna á stigabílnum, samtals að fjárhæð kr. 59.553.000.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tóku:
RBS og ÓA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka II við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftirlit dags. 20. desember 2001 sbr. viðauka dags. 4. desember 2020 um framlengingu samstarfssamningsins um eitt ár til 31. desember 2021. Viðauki II felur í sér ráðstöfun um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt 9:0

10.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3458. fundargerð bæjarráðs frá 20. maí 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

196. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 10. maí 2021.
197. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. maí 2021.
198. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. maí 2021.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 197, fundarlið nr. 5.
RÓ um fundargerð nr 198, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 197, fundarliði nr. 5 og nr. 8.
RBS um fundargerð nr. 198, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 196, fundarlið nr. 1.
RÓ um fundargerð nr. 198, fundarlið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

161. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18. maí 2021.
Til máls tóku:
ÞG um fundarliði nr. 1. og nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - velferðar- og mannréttindaráð

2101003

154. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. maí 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

304. fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. mars 2021.
Til máls tóku:
ÓA um fundarliði nr. 5 og nr. 9.
VLJ um fundarliði nr. 5 og nr. 9.
ÓA um fundarlið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2021 - Faxaflóahafnir

2101010

205. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 23. apríl 2021.
Til máls tóku:
RBS um fundarliði nr. 5 og nr. 7.
EBr um stöðu endurbóta á aðalhafnargarði Akraneshafnar.
RBS um stöðu endurbóta á aðalhafnargarði Akraneshafnar.
EBr um stöðu endurbóta á aðalhafnargarði Akraneshafnar.
ÓA um stöðu endurbóta á aðalhafnargarði Akraneshafnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Næsti fundur bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 8. júní og er það síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi.

Fundi slitið - kl. 18:44.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00