Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - A hluti
2304082
Síðari umræða bæjarstjórnar Akraness um ársreikninga Akraneskaupstaðar vegna A-hluta en fyrri umræðan fór fram þann 25. apríl sl.
2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - B-hluti
2304081
Síðari umræða bæjarstjórnar Akraness um ársreikninga Akraneskaupstaðar B-hluta en fyrri umræða fór fram 25. apríl sl.
Bæjarráð hefur staðfest ársreikning Gámu með undirritun sinni og lagt til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2022 verði samþykktir.
Rekstrarniðurstaða B-hluta fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði var jákvæð um 7,8 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 11,4 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 46,5 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 19,0 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og staðfestir með áritun sinni.
Samþykkt 9:0
Rekstrarniðurstaða B-hluta fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði var jákvæð um 7,8 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 11,4 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 46,5 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 19,0 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og staðfestir með áritun sinni.
Samþykkt 9:0
3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2022 - samstæða
2304080
Síðari umræða bæjarstjórnar Akraness um ársreikning Akraneskaupstaðar (samstæðan A- og B-hluti) en fyrri umræða fór fram þann 25. apríl sl.
Bæjarráð hefur staðfest samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og lagt til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn vegna ársins 2022 verði samþykktur.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði, var neikvæð um 433,8 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 165,7 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var neikvæð um 101,3 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 128,2 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur samstæðu:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er um 610,2 en nam um 1.367 árið 2021.
Skuldaviðmið er 39% en var 20% árið 2021.
EBITDA framlegð er -0,94% en var 4,35% árið 2021.
Veltufé frá rekstri er 8,16% en var 16,12% árið 2021.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 72% en var 69% árið 2021.
Eiginfjárhlutfall er 56% en var 58% árið 2021.
Veltufjárhlutfall er 0,98 en var 1,79 árið 2021.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir ábyrgðar og skuldbindingayfirlit og samstæðurreikning A- og B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og staðfestir með undirritun sinni.
Samþykkt 9:0
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði, var neikvæð um 433,8 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 165,7 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var neikvæð um 101,3 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 128,2 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur samstæðu:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er um 610,2 en nam um 1.367 árið 2021.
Skuldaviðmið er 39% en var 20% árið 2021.
EBITDA framlegð er -0,94% en var 4,35% árið 2021.
Veltufé frá rekstri er 8,16% en var 16,12% árið 2021.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 72% en var 69% árið 2021.
Eiginfjárhlutfall er 56% en var 58% árið 2021.
Veltufjárhlutfall er 0,98 en var 1,79 árið 2021.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir ábyrgðar og skuldbindingayfirlit og samstæðurreikning A- og B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og staðfestir með undirritun sinni.
Samþykkt 9:0
4.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026
2206003
Gerðar eru tillögur um breytingu á skipan skipulags- og umhverfisráðs sem verði eftirfarandi:
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verði varaformaður ráðsins í stað Valgarðs L. Jónssonar.
Anna Sólveig Smáradóttir verði aðalmaður í ráðinu og varamaður hennar verði Valgarður L. Jónsson.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verði varaformaður ráðsins í stað Valgarðs L. Jónssonar.
Anna Sólveig Smáradóttir verði aðalmaður í ráðinu og varamaður hennar verði Valgarður L. Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir að Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verði varaformaður skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Anna Sólveig Smáradóttir verði aðalmaður í skipulags- og umhverfisráði.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akranes samþykkir að Valgarður L. Jónsson verði varamaður Önnu Sólveigar Smáradóttur í skipulags- og umhverfisráði.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Anna Sólveig Smáradóttir verði aðalmaður í skipulags- og umhverfisráði.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akranes samþykkir að Valgarður L. Jónsson verði varamaður Önnu Sólveigar Smáradóttur í skipulags- og umhverfisráði.
Samþykkt 9:0
5.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun
2209178
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl sl. reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum og vísaði reglunum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
6.Jörundarholt 15 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning
2304131
Umsókn um byggingarleyfi fyrir Jörundarholt 15, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði.
Sótt um tengibyggingu milli einbýlishúss og bílskúrs við Jörundarholt 15, stækkun 7,1 m².
Umsóknin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. mars til 20. apríl 2023.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Jörundarholts 13,11 og 17.
Engar athugasemdir bárust, en eigendur Jörundarholts 11 og 13 sendu inn samþykki fyrir framkvæmdunum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni skal lóðarhafi bera.
Sótt um tengibyggingu milli einbýlishúss og bílskúrs við Jörundarholt 15, stækkun 7,1 m².
Umsóknin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. mars til 20. apríl 2023.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Jörundarholts 13,11 og 17.
Engar athugasemdir bárust, en eigendur Jörundarholts 11 og 13 sendu inn samþykki fyrir framkvæmdunum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni skal lóðarhafi bera.
Bæjartjórn Akraness samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir Jörundarholt 15, 300 Akranesi.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að lóðarhafi skuli bera allan skipulagslegan kostnað tengt umbeðnu leyfi.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að lóðarhafi skuli bera allan skipulagslegan kostnað tengt umbeðnu leyfi.
Samþykkt 9:0
7.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting
2207007
Umsókn Múrverk RG ehf. um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis, lóðina Bárugötu 15.
Í tillögunni felst að breyta húsnæði að hluta til í fjölbýlishús með 8 íbúðum, húsið verður hækkað í fjórar hæðir. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,6.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæði - Bárugötu 15, verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni felst að breyta húsnæði að hluta til í fjölbýlishús með 8 íbúðum, húsið verður hækkað í fjórar hæðir. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,6.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæði - Bárugötu 15, verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna Bárugötu 15, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43 og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
8.Fundargerðir 2023 - bæjarráð
2301002
3532. fundargerð bæjarráðs frá 27. apríl 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð
2301004
215. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 3. maí 2023
Til máls tók:
JMS um dagskrárlið nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
JMS um dagskrárlið nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð
2301003
203. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 2. maí 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð
2301005
266. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 2. maí 2023.
Til máls tók:
RBS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 3.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
RBS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 3.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar
2301031
925. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. apríl 2023.pd
Til máls tók:
EBr um dagskrárlið nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
EBr um dagskrárlið nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Samþykkt 9:0
Bæjarráð hefur staðfest ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og lagt til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. vegna ársins 2022 verði samþykktir.
Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði, er neikvæð um 441,5 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 177,0 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 54,8 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 147,2 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur A-hluta:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er 631,9 en nam 1,344 árið 2021
Skuldaviðmið er 41% en var 20% árið 2021.
EBITDA framlegð er neikvæð um1,46% en var jákvæð um 3,53% árið 2021.
Veltufé frá rekstri er 9,36% en var 16,98% árið 2021.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 77% en var 73% árið 2021.
Eiginfjárhlutfall er 58% en var 60% árið 2021.
Veltufjárhlutfall er 1,00 en var 1,87 árið 2021.
Til máls tóku:
HB, LL og RBS sem leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Framsóknar og frjálsra vegna ársreiknings 2022:
Eitt af hlutverkum kjörinna bæjarfulltrúa er að tryggja ábyrga fjármálastjórnun og uppfylla þau skilyrði sem okkur eru sett í lagalegum og siðferðislegum skilningi, um fjármál sveitarfélaga. Okkar hlutverk er einnig að viðhalda stöðugleika í fjármálum, sýna varkárni í útgjöldum og umfram allt vinna okkur nær sjálfbærri fjármálastjórnun.
Það er því erfitt og mikil vonbrigði að leggja fram til samþykktar ársreikning Akraneskaupstaðar með neikvæða rekstrarniðurstöðu vegna ársins 2022.
101 m.kr neikvæð rekstrarniðurstaða sem er 229,5 m.kr lakari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og um 697 m.kr lakari en rekstrarniðurstaða ársins á undan. Framlegðarhlutfall ársins er neikvætt um 0,9% samanborið við 4,4% jákvætt hlutfall árið áður. Þetta gefur því miður ekki góða mynd af greiðsluhæfni sveitafélagsins og er undir viðmiðunarmörkum, en á það hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna þegar bent á.
Framundan er sameiginlegt verkefni allra bæjarfulltrúa þar sem fara þarf yfir fyrirhuguð verkefni og nýframkvæmdir ásamt forgangsröðun þeirra. Móta þarf betur hvernig við aukum tekjustofna sveitarfélagsins. Góð fjármálastjórnun er lykill að árangri og nú þarf að vanda vel til verka.
Árið 2021 ákvað Akraneskaupstaður að farið yrði í úttekt á rekstri og stjórnsýslu kaupstaðarins með aðstoð KPMG. Við þurfum fyrir það fyrsta að ljúka þeirri vinnu og byggja næstu skref á henni.
Velta þarf við öllum steinum svo rekstur bæjarsjóðs verði ekki ósjálfbær til lengri tíma. Draga þarf úr þeim mikla útgjaldavexti sem varð á milli ára, vöxtur upp á 1243 m.kr eða 13,4% á sama tíma og tekjur vaxa um 662 m.kr eða 7%.
Hlutfall launagjalda af rekstrartekjum bæjarsjóðs hefur lengi vel verið hátt í bókum kaupstaðarins. Á árinu 2022 var þetta hlutfall það hæsta sem þekkist á meðal sveitafélaga hér á landi eða 71% og hefur aldrei verið hærra. Launagjöld hækkuðu um 710 m.kr. á milli ára en þar munar mest um töluverða fjölgun starfsmanna.
Akranes er samfélag í sókn, það sést vel á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun. Lokið var við stór verkefni á árinu á meðan önnur hófust. Áætlunina þarf að yfirfara og forgangsraða en á sama tíma tryggja að kaupstaðurinn sé í stakk búinn til þess að mæta áframhaldandi fjölgun íbúa og standa vörð um þá góðu innviði og þjónustu sem stofnanir bæjarins veita íbúum og fyrirtækjum.
Það er okkar von að nú sé ákveðnum botni náð. Bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra leggja áherslu á að sú vinna sem framundan er, sé sameiginlegt verkefni allra bæjarfulltrúa og ítreka mikilvægi þess að allir bæjarfulltrúar séu tilbúnir til þess að koma að borðinu og mæta þeim stóru verkefnum og ákvörðunum sem framundan eru.
Ragnar Sæmundsson (sign)
Liv Aase Skardstad (sign)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (sign)
Framhald umræðu:
EBr og JMS sem leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins vegna ársreiknings 2022:
Á rekstrarárinu 2022 skilar Akraneskaupstaður neikvæðri rekstrarniðurstöðu um 101 milljón króna, sem er 229 milljónum króna lakari afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins með viðaukum. Þessi rekstrarniðurstaða veldur okkur bæjarfulltrúum vonbrigðum og hún er óvenjuleg því rekstur kaupstaðarins hefur nú um langa hríð skilað góðum rekstrarafgangi ár frá ári. Þróunin síðustu ár hefur hins vegar verið á þann veg að útgjöld hafa aukist hraðar en tekjurnar í rekstrinum og nú skilar sú þróun neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Tekjur kaupstaðarins fara vaxandi, skatttekjur voru 480 milljónum króna hærri en á fyrra ári og framlög Jöfnunarsjóðs hækkuðu um 187 milljónir króna á milli ára. Alls jukust rekstrartekjur kaupstaðarins um 662 milljónir króna.
Útgjöld vaxa hins vegar umfram tekjur á árinu og fyrir því liggja ýmsar ástæður.
Ljóst er að mikil verðbólga og hækkandi vextir ásamt launaþróun hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað kaupstaðarins. Þá má ekki gleyma því að sveitarfélagið hefur staðið í verulega auknu viðhaldi á mannvirkjum til að vinna niður uppsafnaða viðhaldsþörf. Það er verkefni sem seint verður lokið og nauðsynlegt er að halda áfram af sama krafti á næstu árum. Alls hækkaði annar rekstrarkostnaður kaupstaðarins um 457 milljónir á milli ára og launakostnaður hækkaði um 741 milljón á milli ára.
Akraneskaupstaður gerir sitt besta til að standa við skuldbindingar sínar í málefnum fatlaðs fólks, en þar hefur ríkið ekki veitt fjármagni til málaflokksins í samræmi við lögbundin verkefni um margra ára skeið. Á árinu 2022 er vanfjármögnun ríkisins til þessarar þjónustu 364 milljónir króna og uppsöfnuð vanfjármögnun er komin yfir einn milljarð frá yfirtöku málaflokksins. Á árinu 2023 verður þessu mætt með aukinni hlutdeild í tekjuskatti og auknu framlagi í Jöfnunarsjóð vegna málefna fatlaðs fólks sem vonandi bætir þennan rekstur á yfirstandandi ári og til framtíðar, en greiðir ekki upp það sem kaupstaðurinn hefur lagt til umfram framlög ríkisins aftur í tímann.
Reiknuð hækkun á lífeyrisskuldbindingu kaupstaðarins var á árinu 504 milljónir króna, eða 152 milljónir umfram áætlun. Þá var tap á rekstri Höfða að fjárhæð 43 milljónir króna sem skýrist af viðhaldi fasteignar en viðvarandi hefur verið vanfjármögnun ríkisins á húsnæði hjúkrunarheimila.
Að framansögðu er ljóst að margar áskoranir eru í rekstrarumhverfi sveitarfélaga og það á við um Akraneskaupstað eins og öll önnur sveitarfélög á landinu. Þrátt fyrir hallarekstur á árinu 2022 eru jákvæð merki í rekstri kaupstaðarins og njótum við þess að síðustu bæjarstjórnir hafa um langt árabil sýnt mikla ábyrgð í rekstri, greitt niður skuldir og haldið aftur af útgjaldaaukningu. Þannig er skuldaviðmið kaupstaðarins 39%, langt undir lögbundnu hámarki sem er 150%. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 823 milljónir króna, sem er 21 milljón króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og handbært fé frá rekstri var jákvætt um 1.470 milljónir króna, sem er 678 milljónum betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Þá er rekstrarjöfnuður kaupstaðarins á þriggja ára tímabili jákvæður sem nemur 610 milljónum króna, en jákvæður þriggja ára rekstrarjöfnuður er eitt af lögbundnum fjárhagsviðmiðum sveitarfélaga.
Árið 2022 var metár í uppbyggingu innviða og viðhaldi fasteigna í sveitarfélaginu, en fjárfestingar ársins námu alls 2.032 milljónum króna. Meðal helstu framkvæmda voru 1.030 milljónir króna í skólahúsnæði, 320 milljónir í íþróttamannvirki, 300 milljónir í götur og gangstíga, 105 milljónir í búnað, áhöld og tæki og 57 milljónir í bifreiðar, þar af um 50 milljónir vegna nýrrar slökkvibifreiðar.
Við teljum rétt að vekja athygli á því að samkvæmt reglugerðarbreytingu nr. 230/2021 á 20. gr. reglugerðar 1212/2015 ber sveitarfélögum að birta í ársreikningum sínum hlutdeild þeirra í ársreikningum samrekstrarfélaga sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð viðkomandi sveitarfélaga. Í tilfelli Akraneskaupstaðar er þarna um að ræða m.a. hlut kaupstaðarins í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum. Akraneskaupstaður hefur þó algera sérstöðu meðal sveitarfélaga vegna þess hve mikið þessi hlutdeild í samrekstrarfélögum vegur inn í ársreikning sveitarfélagsins og því ákvað bæjarstjórn að ársreikningur yrði birtur í tvennu lagi, þ.e. með og án samrekstraraðila. Rekstrarniðurstaða samstæðuársreiknings sveitarfélagsins með samrekstraraðilum árið 2022 er jákvæð um rúmar 515 milljónir, en vegna hins mikla vægis samrekstrarfélaganna teljum við þá niðurstöðu ekki gefa raunhæfa mynd af rekstri kaupstaðarins sjálfs.
Neikvæð niðurstaða ársreiknings 2022 hvetur bæjarfulltrúa til að gera enn betur í rýningu á rekstri kaupstaðarins og leita allra leiða til að aukning útgjalda sé í takt við aukningu á tekjum. Í lok síðasta kjörtímabils var farið í viðamikla úttekt á rekstri og stjórnsýslu Akraneskaupstaðar, niðurstöður þeirrar úttektar liggja fyrir og verður stuðst við þær niðurstöður til að tryggja áframhaldandi góðan rekstur kaupstaðarins.
Aukningu útgjalda þarf að mæta með festu, því augljóst er að reksturinn verður ekki sjálfbær á meðan útgjöld vaxa hraðar en tekjur. Það er og verður ávallt hlutverk bæjarfulltrúa á Akranesi að verja rekstur og þjónustu Akraneskaupstaðar við íbúa og tryggja að Akraneskaupstaður geti sinnt þeim mikilvægu verkefnum, uppbyggingu og þjónustu sem honum ber til framtíðar. Við bæjarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins skorumst ekki undan þessu verkefni og væntum góðs samstarfs við bæjarfulltrúa Framsóknar og frjálsra í þeim verkefnum sem framundan eru.
Líf Lárusdóttir (sign)
Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)
Einar Brandsson (sign)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (sign)
G. Ingþór Guðjónsson (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Framhald umræðu:
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu ársreiknings A-hluta Akraneskaupstaðar:
Bæjarstjórn Akranesss samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og staðfestir hann með áritun sinni.
Samþykkt 9:0