Fara í efni  

Bæjarstjórn

1134. fundur 25. október 2011 kl. 17:00 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.

1.1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

1.2.Atvinnumálanefnd - Atvinnuleysi

1107114

1.3.Atvinnumálanefnd - erindisbréf

1107114

1.4.Atvinnumálanefnd - Önnur mál

1107114

1.5.Starfshópur um atvinnumál - 11

1109016

1.6.Innovit - atvinnu- og nýsköpun

1106158

1.7.Atvinnumálanefnd

1107114

1.8.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

1.9.Framleiðsla á innrennslislyfjum

1109151

1.10.Almenningssamgöngur milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins - Vegagerðin

1109152

2.Hvalfjarðargöng - tvöföldun

1110257

Til máls tók Gunnar Sigurðsson og lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skora á innanríkisráðherra og Alþingi að hefjast nú þegar handa um tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Greinargerð:

Frá því að Hvalfjarðargöng voru opnuð árið 1998 hafa áhrif þeirra verið mikil og jákvæð sunnan og norðan Hvalfjarðar. Umferð hefur aukist ár frá ári og þrátt fyrir eilitla minnkun á yfirstandandi ári er umferðin orðin það mikil að öryggi vegfarenda verður best tryggð með tvöföldun ganganna. Nú fara um 5.300-5.400 bílar að meðaltali daglega um Hvalfjarðargöng og í júlí-ágúst sl. var umferðin á dag að meðaltali um 7.100 bílar. Þá er ljóst að tvöföldun Hvalfjarðarganga er stórverkefni sem hefði án vafa jákvæð áhrif á atvinnulíf samhliða því sem unnið væri að nauðsynlegu samgöngu- og öryggismáli. Um þessar mundir er mun hagkvæmara að leita tilboða í verkefnið í stað þess að bíða þar til tvöföldun verður vegna aukinnar umferðar. Öll nauðsynleg undirbúningsgögn liggja fyrir varðandi verkefnið og því einfalt og fljótlegt að koma verkefninu í framkvæmd.

Akranesi, 25. okt. 2011.

Gunnar Sigurðsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Þröstur Þór Ólafsson (sign)

Guðmundur Páll Jónsson (sign)

Tillagan samþykkt 9:0

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 56

1110010

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. október 2010.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

3.2.Akratorg - deiliskipulag

1103106

3.3.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

3.4.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

3.5.Starfshópur um atvinnumál - 10

1109020

4.Fjölskylduráð - 75

1110012

Fundargerð fjölskylduráðs frá 18. október 2011.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.húsnæðismál - áfrýjun 2011

1110142

4.2.Samráðsfundur ÍA og Akraneskaupstaðar

1105063

4.3.Liðveisla-endurskoðun á reglum

1110203

4.4.Fjárhagsáætlun 2012

1110153

4.5.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012

1110202

4.6.Viðmiðunarreglur vegna unninna afreka í íþróttum - endurskoðun reglna

1110224

5.Framkvæmdaráð - 66

1110007

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 20. október 2011.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Ræsting stofnana 2011

1110237

5.2.Hundaeftirlit/stjórnsýslukæra

1009048

5.3.Hundaleyfi 137/stjórnsýslukæra

1009042

5.4.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - samningur um mótorkrossbraut

1109009

5.5.Viðhald gatna og stíga 2011

1105084

6.Faxaflóahafnir sf - Fundargerðir 2011

1101169

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14. október 2011.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Til máls tók EB, GPJ, bæjarstjóri, IV, bæjarstjóri

Fram kom tillaga um að vísa erindinu til umfjöllunar í bæjarráði að nýju.

Samþykkt 9:0.

7.Keltneskt fræðasetur á Akranesi

1106156

Bréf bæjarráðs, dags. 21. október 2011, þar sem tillögu verkefnastjóra Akranesstofu um að stofna keltneskt fræðasetur á Akranesi er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku SK, IV, bæjarstjóri, DJ, bæjarstjóri, EB, SK

Eftirfarandi tillaga kom fram:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að stofnað verði Fræðasetur um keltnesk fræði á Akranesi.
Tilgangur setursins er m.a. að sinna fræðslu um sögu Akraness, íslenska menningarsögu og nágrannalandanna og stuðla að iðkun fræða og samstarfi innlendra og erlendra fræðastofnana innan vébanda setursins. Fræðasetrið mun einnig veita ráðgjöf og stuðning fyrirtækjum sem vilja nýta sér menningarsöguna í sinni starfsemi, hvetja til rannsókna, afla heimilda um mannlíf og náttúru, stuðla að verndun menningar- og náttúruminja og sinna kynningar- og útgáfustarfsemi svo og sýningum og gegna upplýsingahlutverki gagnvart ferðamönnum. Gert er ráð fyrir að fræðasetrið verði staðsett á Safnasvæðinu á Akranesi, en á næstu vikum verður unnið að frekari undirbúningi og hugað að verkefnum og samstarfi við ýmsa aðila.

Stjórn Akranesstofu er falið að hafa umsjón með frekari framgangi verkefnisins."

Tillagan samþykkt 9:0.

8.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012

1106157

Bréf bæjarráðs dags. 21. október 2011 þar sem lagt er til að stofnaður verði 5 manna afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Áætlaður kostnaður er 225 þús. kr. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0 og felur stjórn Akranesstofu að tilnefna í nefndina.

9.Starfsmannamál.

1110087

Bréf bæjarráðs dags. 21. október 2011 þar sem lagt er til við bæjarstjórn að erindi starfsmanna- og gæðastjóra, um heimild til að fela ráðningastofu að annast vinnsluferli á ráðningu framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu, verði samþykkt. Heildarkostnaður við ráðningu verður samkvæmt tilboði Capacent ráðninga, 560 þús. kr. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

10.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Bréf bæjarráðs dags. 21. október 2011 þar sem lagt er til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhverfisnefndar vegna verkefnalýsingar á endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

11.Akratorg - deiliskipulag

1103106

Bréf bæjarráðs dags. 21. október 2011 þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Akratorgs skv. 43. gr. laga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

12.Kvennafrídagurinn 25. október n.k. - hvatning

1110061

Tillaga um að skipa 5 manna starfshóp sem vinni að gerð jafnréttisáætlunar ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Akraneskaupstað og stofnanir hans.

Til máls tók forseti bæjarstjórnar og flutti hann eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipa 5 manna starfshóp sem vinni að gerð jafnréttisáætlunar ásamt framkvæmdaáætlun skv. Evrópusáttmála fyrir Akraneskaupstað og stofnanir hans. Starfshópurinn sem mun taka til starfa þann 1. janúar 2012, skal vinna að málum í samráði við bæjarráð og bæjarstjóra og leggja fram tillögur sínar til bæjarráðs eigi síðar en 1. maí 2012. Bæjarráði er falið að leggja starfshópnum til erindisbréf, tilnefna í starfshópinn og skipa formann hans."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

13.Bæjarstjórn - 1133

1110009

Fundargerð bæjarstjórnar frá 11. október 2011.

Fundargerðin samþykkt 9:0.

14.Bæjarráð - 3129

1110011

Fundargerð bæjarráðs frá 19. október 2011.

Fundargerðin lögð fram.

14.1.Orkuveita Reykjavíkur - ábyrgðagjald 2011

1105031

Til máls tók GS, GPJ, IV, SK

14.2.Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu

1110068

14.3.Keltneskt fræðasetur á Akranesi

1106156

14.4.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012

1106157

14.5.Starfsmannamál.

1110087

14.6.Lánasamningur - höfuðstólslækkun

1110164

14.7.Lánasjóður sveitarfélaga - lán nr. 06100064 - lánskjör

1110018

15.Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu

1110068

Bréf bæjarráðs dags. 21. október 2011 þar sem lagt er til við bæjarstjórn að tillaga forstöðumanns Byggðasafnsins um aukafjárveitingu verði samþykkt. Farið er fram á aukafjárveitingu frá eignaraðilum safnsins að fjárhæð 1,65 m.kr. en hlutur Akraneskaupstaðar þar er 1,48 m.kr. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Til máls tóku ÞÞÓ, SK, GPJ

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

15.1.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

15.2.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

15.3.Akratorg - deiliskipulag

1103106

15.4.Fundur með þingmönnum kjördæmisins

1110162

15.5.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

15.6.Lausn frá skyldum varabæjarfulltrúa.

1110220

15.7.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar

1012105

15.8.Samkomulag um rekstur Snorrastofu

1110243

Til máls tóku EB, GPJ, SK

Fram kom tillaga um að vísa erindinu til umfjöllunar í bæjarráði að nýju.

Samþykkt 9:0.

15.9.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir

1101099

15.10.Samgöngunefnd SSV - fundargerðir

1104085

15.11.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar 2011

1103108

15.12.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

15.13.Starfshópur um atvinnumál - 9

1109021

15.14.Atvinnumálanefnd - verkefni verkefnastjóra

1107114

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00