Fara í efni  

Bæjarstjórn

1165. fundur 26. febrúar 2013 kl. 17:00 - 18:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Bæjarstjórn - 1164

1302006

Fundargerð bæjarstjórnar frá 12. febrúar 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0

2.Bæjarráð - 3179

1302011

Fundargerð bæjarráðs frá 14. febrúar 2013.

Til máls tóku: ÞÞÓ, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Bæjarráð - 3180

1302019

Fundargerð bæjarráðs frá 21. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 84

1302015

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Stjórn Akranesstofu - 58

1301031

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 5. febrúar 2013.

Til máls tók: HR, SK

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fjölskylduráð - 108

1301029

Fundargerð fjölskylduráðs frá 12. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.OR - sala fasteigna OR við Bæjarháls og Réttarháls

1301574

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2013, þar sem óskað er staðfestingar á ákvörðun um sölu fasteigna Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 21. febrúar sl. að vísa erindi OR til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: HR, EB, ÞÞÓ, HR, GPJ, DJ, GS, bæjarstjóri, IV, HR, EBen., SK.

Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Við undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akranes erum sammála því að húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og Réttarháls verði selt. Í framhaldi af því hefðum við talið eðlilegt að Orkuveitan flytti starfsemi sína í annað húsnæði eða leigði í núverandi húsnæði eingöngu það rými sem nauðsynlegt er fyrir starfsemi Orkuveitunnar. Við teljum það að leigja allt húsnæðið geti ekki talist skynsamleg ráðstöfun."

Akranesi, 26. febrúar 2013


Gunnar Sigurðsson (sign)

Einar Brandsson (sign)

Forseti bar tillöguna upp til afgreiðslu:

Tillagan samþykkt 7:0.

Með voru: SK, GPJ, DJ, EBen., IV, ÞÞÓ, HR

Hjá sátu: GS, EB

8.Endurgreiðsluhlutfall v/ 2012 - Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

1302020

Tilkynning um afgreiðslu stjórnar Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar frá 7. febrúar sl. Á fundinum var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, dags. 3. janúar 2013, þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði 56% fyrir árið 2013 en það var 57% fyrir árið 2012 eftir leiðréttingu á útreikningi tryggingastærðfræðingsins, en hlutfallið var fyrst reiknað 73%. Við þessa ofgreiðslu myndaðist inneign hjá launagreiðendum á árinu 2012, sem nú hefur verið gerð upp. Stjórnin samþykkti einnig tillögu tryggingastærðfræðingsins og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði greinar 23.1 í samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 14. febrúar sl. og samþykkti jafnframt að vísa því til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tók SK.

Samþykkt 9:0.

9.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada

1202233

Til máls tók: SK.

Forseti lagði til að samþykktinni verði vísað til afgreiðslu í framkvæmdaráði.

Samþykkt 9:0.

10.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 8. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.OR - fundargerðir 2013

1301513

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. janúar 2013.

Til máls tóku: EB, HR, GPJ, HR, bæjarstjóri, GPJ

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skýrsla bæjarstjóra.

1301269

Skýrsla bæjarstjóra 26. febrúar 2013.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00