Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
1206088
Hugmyndir starfshóps um breytingu á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar teknar til umræðu.
Framkomnum tillögum um breytingar er vísað til afgreiðslu og umræðu næsta bæjarstjórnarfundar.
2.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.
1202219
Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2012 vegna deiliskipulags Grenja - hafnarsvæðis, með eftirfarandi bókun:
Breytingar hafa verið gerðar á tillögunni í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Vegna formgalla á auglýsingu deiliskipulagsins og breytinga sem gerðar voru á deiliskipulaginu eftir auglýsingaferli, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju.
Breytingar hafa verið gerðar á tillögunni í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Vegna formgalla á auglýsingu deiliskipulagsins og breytinga sem gerðar voru á deiliskipulaginu eftir auglýsingaferli, leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að deiliskipulagstillagan verði auglýst til kynningar. Samþykkt 6:0.
SK, GPJ og Einar Br tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Samþykkt 9:0.