Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Starf bæjarstjóra
1007049
Á fundi bæjarráðs Akraness 29. júlí 2010 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Árni Múli Jónasson verði ráðinn bæjarstjóri á Akranesi kjörtímabilið 2010 - 2014. Formanni bæjarráðs var jafnframt falið að ganga til viðræðna við Árna Múla um ráðningarsamning, sem lagður verði fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.
Fundi slitið.
Fyrir fundinum liggur tillaga um að ráða Árna Múla Jónasson í starf bæjarstjóra kjörtímabilið 2010-2014.
Guðmundur Páll Jónsson fór yfir ráðningarferlið og gerði jafnframt grein fyrir ráðningarsamningi við Árna Múla Jónasson.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir tillöguna 9:0.
Til máls tóku: SK, GPJ, GS, EB
Þá var borinn upp til samþykktar ráðningarsamningur við Árna Múla Jónasson um starf bæjarstjóra á Akranesi kjörtímabilið 2010 - 2014.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir ráðningarsamninginn 9:0.