Fara í efni  

Bæjarstjórn

1109. fundur 14. september 2010 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Dagskrá

1.Bæjarstjórn - 1108

1008016

Fundargerð bæjarstjórnar Akraness frá 24. ágúst 2010.

Fundargerðin staðfest.

2.Framkvæmdaráð - 43

1008017

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 31. ágúst 2010.

Til máls tóku Gunnar Sigurðsson, Jón Pálmi Pálsson, Sveinn Kristinsson, Guðmundur Páll Jónsson og Einar Benediktsson. Gunnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þann 14. september 2010 að ráða dýraeftirlitsmann í fullt starf frá og með næstu áramótum. Dýraeftirlitsmaður skal heyra undir Framkvæmdastofu, sem skal gera tillögu um starfslýsingu fyrir hann. Starfslýsingin skal vera sambærileg við þær starfslýsingar hjá þeim sveitarfélögum sem hafa dýraeftirlitsmann í fullu starfi."

Greinargerð

Á undanförnum árum hefur húsdýrum og villiköttum fjölgað verulega hér á Akranesi og er því nauðsynlegt fyrir bæði bæjarbúa og dýrin að gott eftirlit sé með dýrum og þeim aðilum sem halda húsdý, sérstaklega hvað varðar umgegni þeirra og meðferð á dýrunum. Tillaga okkar gerir ráð fyrir að dýraeftirlitsmaður sinni einnig eftirliti með hestum og kindum.

Guðmundur Páll lagði til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í framkvæmdaráði og þaðan til bæjarstjórnar.

Forseti bar tillögu Guðmundar Páls upp.

Samþykkt 9:0

3.Grundaskóli - búnaðarkaup

1008042

Bréf skólastjóra Grundaskóla, dags. 8. sept. 2010, þar sem óskað er fjárveitingar að fjárhæð 750 þús.kr. vegna kaupa á tölvuskjáum.
Bæjarráð samþykkti 9. sept. s.l. að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.

4.Bæjarlistamenn - úthlutun starfsstyrks.

911015

Reglur Akraneskaupstaðar varðandi starfsstyrk bæjarlistamanns. Reglurnar voru samþykktar á fundi bæjarráðs 12. nóv. 2009, en hafa ekki hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti 9. sept. s.l. að vísa reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar 9:0.

5.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Breyting á fjárhagsáætlun Fjölskyldustofu 2010 ásamt samþykkt fjölskylduráðs frá 7. sept. s.l.á fjárveitingu til Þorpsins að fjárhæð 910 þús.kr. Bæjarráð samþykkti 9. sept. að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og vísar því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Til máls tóku Hrönn Ríkharðsdóttir og Sveinn Kristinsson.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.

6.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Endurskoðun fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar og stofnana eftir sex mánuði ársins 2010.
Bæjarráð samþykkti 9. sept. s.l. að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri og gerði hann grein fyrir helstu liðum endurskoðunarinnar.

Forseti bar endurskoðaða áætlunina upp til samþykktar.

Samþykkt 9:0.

7.FEBAN - styrkbeiðni vegna kóramóts á Akranesi

1009002

Beiðni stjórnar kórs FEBAN, félags eldri borgara á Akranesi, þar sem óskað er eftir styrk vegna kóramóts á Akranesi í vetur, en kórinn á þá 20 ára afmæli. Bæjarráð samþykkti 2. sept. s.l. styrkveitingu að fjárhæð 230 þús.kr. og var fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. Endanlegri afgreiðslu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.

8.Grundaskóli - endurbætur á skólalóð

1008073

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 1. sept. 2010, þar sem mælt var með því við bæjarráð að aukafjárveiting að fjárhæð 2,0 mkr. verði veitt til tækjakaupa og viðhalds lóðar Grundaskóla og Framkvæmdastofu verði falið að annast framkvæmd málsins. Bæjarráð samþykkti að heimila umbeðin kaup á tækjum og við hald lóðar sbr. beiðni fjölskylduráðs og tillögu framkvæmdaráðs. Fjárveitingu var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók Hrönn Ríkharðsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.

9.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Breyting á vegamótum Þjóðbrautar (Akranesvegar 509) og Smiðjuvalla nr. 32 skv. uppdrætti framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 26. ágúst 2010. Áætlaður kostnaður er 0,8 mkr. Bæjarráð samþykkti 2. sept. s.l. að fela Framkvæmdastofu að annast breytinguna og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Endanlegri ákvörðun var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.

10.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting

1008077

Bréf Skógræktarfélags Akraness, dags. 10. ágúst 2010, þar sem sótt er um aukið framlag til félagsins vegna verkefna. Bæjarráð samþykkti 26. ágúst sl. 500 þús.kr. viðbótarstyrk til félagsins á árinu 2010. Fjármögnun var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs 9:0.

11.Bæjarráð - 3073

1005017

Fundargerð bæjarráðs frá 3. júní 2010.

Fundargerðin lögð fram.

12.Fjölskylduráð - 47

1009004

Fundargerð fjölskylduráðs frá 7. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

13.Fjölskylduráð - 46

1008021

Fundargerð fjölskylduráðs frá 31. ágúst 2010.

Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2010

1007046

Fundargerð 60. fundar stjórnar Dvalarheimilisins Höfða frá 1. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

15.Stjórn Akranesstofu - 33

1009003

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 7. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

16.Stjórn Akranesstofu - 32

1008004

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 17. ágúst 2010.

Fundargerðin lögð fram.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd - 30

1008020

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. sept. 2010.

Bæjarstjórn staðfestir byggingarhluta fundargerðarinnar 9:0. Aðrir töluliðir lagðir fram.

18.Bæjarráð - 3087

1009005

Fundargerð bæjarráðs frá 9. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

19.Bæjarráð - 3086

1008022

Fundargerð bæjarráðs frá 2. sept. 2010.

Til máls tóku Gunnar Sigurðsson, Sveinn Kristinsson og Hrönn Ríkharðsdóttir undir tölul. 13, mál nr. 0905030 - Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

20.Bæjarráð - 3085

1008019

Fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst 2010.

Til máls tóku Þröstur Þór Ólafsson og Einar Brandsson undir tölul. 1, mál nr. 0810044 - Tjaldsvæðið í Kalmansvík.

Til máls tók Einar Brandsson undir tölul. 2, mál nr. 1008029 - Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Til máls tóku Einar Brandsson, Jón Pálmi Pálsson og Guðmundur Páll Jónsson, undir tölul. 7, mál nr. 1008042 - Grundaskóli, búnaðarkaup.

Guðmundur Páll upplýsti að hann óskaði eftir því að málið verði tekið til efnislegrar umræðu á næsta fundi bæjarráðs þar sem farið verði yfir meðferð málsins.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00