Byggingarnefnd (2000-2006)
1253. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn18. desember 2001 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
Helgi Ingólfsson,
Guðlaugur I. Maríasson,
Davíð Kristjánsson,
Gunnar Ólafsson.
Auk þeirra Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð
1. Meistararéttindi. Mál nr. BN010131
300657-5169 Þorsteinn Vilhjálmsson, Skarðsbraut 1, 300 Akranesi
Umsókn Þorsteins um heimild til að sjá um og bera ábyrgð sem málarameistari innan lögsagnarumdæmis Akraness.
Meistarabréf dags 2. nóvember 1990.
Gjöld kr. 2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið. Þráinn Ólafsson vék af fundi meðan málið var rætt.
2. Dalbraut 8, skilti. (000.592.02) Mál nr. BN010132
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík
Umsókn Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til að setja skilti og merki O.R. á ofangreint húsnæði.
Frestað, óskað eftir frekari gögnum.
3. Suðurgata 32, breytt notkun á húsnæði. (000.913.09) Mál nr. BN010059
570297-2609 Norðurál h.f., Grundartanga, 301 Akranes.
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Norðuráls um heimild til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð þannig að allt húsið verði íbúðarhúsnæði, samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Gjöld kr. 2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35.