Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

640. fundur 18. mars 2003 kl. 16:00 - 17:50

640. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 18. mars  2003 og hófst hann kl.16:00.


Mættir voru: Bryndís Tryggvadóttir
 Margrét Þóra Jónsdóttir
 Tryggvi Bjarnason,
 Sigurður Arnar Sigurðsson
 Sæmundur Víglundsson


Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Sigurður Arnar Sigurðsson.


Fundur settur af formanni.

 

Fyrir tekið:


1. Fjárhagsaðstoð.

Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

3. Viðbótarlán.
Úthlutað var 16 lánum að upphæð samtals kr. 27.429 þúsund; einni umsókn hafnað og einni frestað.

 

4. Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árið 2001
Skýrslan lögð fram.

 

5. Bréf Barnaverndarstofu dags. 10. mars.
Kynnt norræn barnaverndarráðstefna haldin í Reykjavík dagana 28.-31. ágúst n.k.

 

6. Breytingar á reglum varðandi niðurgreiðslu til foreldra í sambúð vegna daggæslu barna í heimahúsum.
Lagt fram bréf bæjarritara dags. 14. mars s.l.

 

7. Reglugerðarbreytingar vegna húsaleigubóta og leiðbeiningar.
Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 11. mars 2003.

 

8. Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með velheppnaðan námsskeiðsdag laugardaginn 15. mars. s.l. 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00