Félagsmálaráð (2002-2008)
729. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, miðvikud. 28. febrúar 2007 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Tryggvi Bjarnason
Margrét Þóra Jónsdóttir
Anna Lára Steindal
Auk þeirra
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Bréf Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara dags. 19.02.07 varðandi endurskoðun á reglum Akraneskaupstaðar um umönnunargreiðslur
Erindið kynnt. Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs
4. Gjaldskrá heimaþjónustu og greiðsluviðmið
Félagsmálráð mælir með því við bæjarráð að gjaldaskrá heimaþjónustu hækki um 8,56% sem er í samræmi við hækkun almannatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hækkun þessi taki gildi frá 1. mars 2007. Mælt er með því að framvegis verði gjaldskráin endurskoðuð um hver áramót og taki mið að breytingum almannatrygginga hjá TR.
Lágmarksgreiðslur TR fyrir einstakling er frá 1. janúar 2007 kr. 126.537 og fyrir hjón kr. 206.746. Lagt er til að þeir sem eru 25% eða minna yfir lágmarksgreiðslu almannatrygginga greiði ekkert fyrir heimaþjónustu.
Lagt er til að gjaldskráin verði eftirfarandi:
Tekjumörk einstaklings |
Tekjumörk hjóna |
Gjald á klst. |
Undir 158.171 |
Undir 258.432 |
0 kr. |
158.172 - 189.185 |
258.433-310.119 |
470 kr. |
189.186 - 221.440 |
310.120-361.805 |
587 kr. |
yfir 221.441 |
yfir 361.806 |
763 kr. |
5. Biðlisti eftir leiguhúsnæði hjá Akraneskaupstað
Í síðustu viku var hringt í alla þá sem áttu umsókn um leiguhúsnæði hjá Akraneskaupstað. Nýyfirfarinn listi sýnir að 26 fjölskyldur eru á virkri bið eftir húsnæði hjá bænum. Þar af eru níu barnlausir, átta með eitt barn og níu með tvö börn eða fleiri.
Félagsmálaráð hefur ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að endurskoða reglur um sérstakar húsleigubætur. Nefndina skipa Tryggvi Bjarnason, Anna Lára Steindal og Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs. Félagmálaráð telur jafnframt ljóst að leita verði úrræða til þess að koma á móts við þá bæjarbúa sem eru í mestum húsnæðisvanda.
6. Varaformaður félagsmálaráðs
Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að Tryggvi Bjarnason fulltrúi meirihluta í félagsmálaráði, verði varaformaður ráðsins frá 1. mars 2007.
7. Námskeið kjörinna fulltrúa í félagsmálanefndum
Magnús Þór Hafsteinsson formaður félagsmálaráðs fór á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum í Borgarbyggð 15. febrúar síðastliðinn.
Fundi slitið kl. 18:00