Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

761. fundur 22. maí 2008 kl. 16:00 - 17:40

 761. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, mánud. 22. maí 2008 og hófst hann kl. 16:00.

_____________________________________________________________

Mættir voru:                   Tryggvi Bjarnason, formaður
                                       Anna Lára Steindal

                                       Hallveig Skúladóttir
                                       Margrét Þór Jónsdóttir
                                       Elín Sigurbjörnsdóttir

                   

Auk þeirra Hrefna Rún Ákadóttir, félagsráðgjafi, Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir,  sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

_____________________________________________________________

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1.   Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

2.   Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

3.   Sérstakar húsaleigubætur
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð eftirfarandi breytingar á reglum um sérstakar húsaleigubætur í samræmi tillögur félagsmálaráðuneytisins um að rýmka skilyrði til bótanna. Lagt er til að skilyrði um lögheimili í sveitarfélaginu verði stytt úr þremur árum í 18 mánuði. Jafnframt að hámark almennra og sérstakra húsaleigubóta hækki úr kr. 50.000 í kr. 70.000. Áætlaður heildarkostnaður við þessa hækkun er á ársgrundvelli um kr. 3.600.000, en ríkið mun greiða 60% af þessum kostnaði og því er áætlaður kostnaður Akraneskaupstaðar nálægt kr. 1.500.000 á ársgrundvelli

4.   Móttaka flóttamanna á Akranesi
Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar styður heilshugar þá samþykkt bæjarstjórnar að hefja viðræður við félags- og tryggingarmálaráðuneytið um móttöku og þjónustu við flóttafólk

 
Fundi slitið kl. 17:40

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00