Félagsmálaráð (2002-2008)
Stillholti 16-18, mánud. 22. maí 2008 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Tryggvi Bjarnason, formaður
Anna Lára Steindal
Hallveig Skúladóttir
Margrét Þór Jónsdóttir
Elín Sigurbjörnsdóttir
Auk þeirra Hrefna Rún Ákadóttir, félagsráðgjafi,
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Sérstakar húsaleigubætur
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð eftirfarandi breytingar á reglum um sérstakar húsaleigubætur í samræmi tillögur félagsmálaráðuneytisins um að rýmka skilyrði til bótanna. Lagt er til að skilyrði um lögheimili í sveitarfélaginu verði stytt úr þremur árum í 18 mánuði. Jafnframt að hámark almennra og sérstakra húsaleigubóta hækki úr kr. 50.000 í kr. 70.000. Áætlaður heildarkostnaður við þessa hækkun er á ársgrundvelli um kr. 3.600.000, en ríkið mun greiða 60% af þessum kostnaði og því er áætlaður kostnaður Akraneskaupstaðar nálægt kr. 1.500.000 á ársgrundvelli
4. Móttaka flóttamanna á Akranesi
Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar styður heilshugar þá samþykkt bæjarstjórnar að hefja viðræður við félags- og tryggingarmálaráðuneytið um móttöku og þjónustu við flóttafólk
Fundi slitið kl. 17:40