Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

769. fundur 15. september 2008 kl. 16:00 - 17:00

769. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, mánud. 15. sept. 2008 og hófst hann kl. 16:00.

_____________________________________________________________

Mættir voru:                  Tryggvi Bjarnason, formaður
                                      Anna Lára Steindal
                                      Hallveig Skúladóttir
                                      Elín Sigurbjörnsdóttir

                                      Guðný Rún Sigurðardóttir              

Auk þeirra Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi, Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

Fundur settur af formanni.
_____________________________________________________________

Fyrir tekið:

1.   Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2.   Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3.   Landsfundur Jafnréttisnefnda haldinn í Mosfellbæ 19. September 2008.
Félagsmálaráð óskar eftir heimild bæjarráð til að senda tvo fulltrúa á Landsfundinn.

4.   Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.
Sáttmálinn er ekki lagalega bindandi en undirritun hans felur í sér pólitíska viljayfirlýsingu um að vinna að jafnri stöðu kvenna og karla í samræmi við ákvæði hans. Sveitarfélög sem undirrita sáttmálann, eiga innan tveggja ára að vera búin að setja sér tímasetta aðgerðaráætlun í jafnréttismálum. Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að Akraneskaupstaður undirriti sáttmálann.

5.   Beiðni dagforeldra um styrk til endurbóta á vinnuaðstöðu eða til kaupa á kerrum.
Félagsmálaráð sér ekki ástæðu til mæla með því við bæjarráð að verða við erindinu.

6.   Bréf Barnaverndarstofu dags. 03.09.08 varðandi reynslu barnaverndarnefnda og félagsmálastjóra af barnaverndarlögunum nr. 80/2002.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að svara erindinu.

 

Fundi slitið kl. 17:00

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00