Fjölskylduráð (2009-2014)
- Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
- Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
- Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
- Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
- Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
1.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014
1006100
2.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA
912056
Bæjarráð hefur óskað eftir umfjöllun fjölskylduráðs á drögum að reglum fyrir afrekssjóð.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um "Afrekssjóð íþrótta, lista og vísinda til minningar um Guðmund Sveinbjörnsson". Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til efnilegra íþrótta-, lista- og vísindafólks 25 ára og yngri til þátttöku í keppni erlendis. Fjölskylduráð vísar samningnum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
3.Málþing um stærðfræðimenntun ungra barna
1102319
Leikskólinn Teigasel hefur óskað eftir heimild fjölskylduráðs til að færa til starfsdag. Fjölskylduráð samþykkir þessa beiðni leikskólans Teigasels um að færa skipulagsdag sem dagsettur er 26. apríl nk. á skóladagatali til 28. apríl nk. til að starfsfólk leikskólans geti tekið þátt í málþingi um stærðfræðimenntun ungra barna. Enda liggur fyrir samþykki Foreldraráðs leikskólans fyrir þessari breytingu.
4.Skólavogin
1102174
Erindi frá Sambandi ísl sveitarfélaga þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélaga á að hagnýta Skólavog sem er matstæki sem notað hefur verið í Noregi til að meta og bera saman ýmsa þætti í starfi grunnskóla. Fjölskylduráð finnst Skólavogin áhugavert tæki og óskar eftir frekari kynningu frá Sambani ísl. sveitarfélaga. Fjölskylduráð þykir árlegt þátttökugjald vera of hátt.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Fjölskylduráð mun heimsækja þær stofnanir sem heyra undir ráðið og mun hefja fundinn á heimsókn í Sambýlið að Laugarbraut og Vesturgötu.
Fjölskylduráð þakkar góðar móttökur og kynningu.