Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Sumar og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna
1104054
2.Sumarnámskeið 2011
1104045
Samningurinn lagður fram.
3.Úttektir á leik- og grunnskólum
1008113
Á fundinn mættu kl. 16:20 áheyrnafulltrúar leikskóla, Ingunn Ríkharðsdóttir fulltrúi skólastjórnenda, Árný Örnólfsdóttir og Brian Marshall fulltrúi foreldra.
Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni með þessa úttekt og óskar Garðaseli til hamingju með niðurstöður. Aðrir leikskólar Akraneskaupstaðar munu nýta sér þessa vinnu sem unnin var í tengslum við þessa úttekt.
4.Uppsögn á starfi
1104109
Fjölskylduráð þakka Guðbjörgu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfernaðar á nýjum vettvangi. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að auglýsa eftir leikskólastjóra í Teigaseli sem fyrst.
5.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum
1104071
Á fundinn mættu kl. 16:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir, Gerður Helga Helgadóttir, Sigríður Ása Bjarnadóttir og Hrefna Ingólfsdóttir trúnaðarmenn leikskólakennara á Akranesi.
Trúnaðarmenn leikskóla leggja áherslu á að Akraneskaupstaður sporni ekki við ráðningu leikskólakennara í leikskólum bæjarins. Óska eftir að það hlutfall sem Akraneskaupstaður setur sem viðmið við ráðningu fagfólks í leikskólum, umfram það sem kveðið er á í lögum, verði eingöngu gert ráð fyrir ráðningu leikskólakennara í þau störf. Vildu einnig benda á að niðurstöður Capacent á þjónustu sveitarfélaga hafi sýnt fram á mjög jákvæða niðurstöður í þjónustu leikskóla Akraneskaupstaðar.
Fjölskylduráð mun taka ákvörðun á næsta fundi ráðsins um hlutfall fagfólks í leikskólum umfram það sem lögin segja til um. Ráðið þakkar trúnaðarmönnum fyrir góðar ábendingar.
Fundi slitið - kl. 17:20.
Fjölskylduráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.