Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Innleiðing nýrrar aðalnámskrár
1301351
2.Innleiðing aðalnámskrár í leikskólum
1303013
Minnisblað lagt fram frá leikskólastjórum um stöðu innleiðingar og endurskoðun á skólanámskrám lagt fram. Innleiðing á nýrri aðalnámskrá og endurskoðun á skólanámskrám er komin vel á veg í leikskólunum. Allir starfsmenn hafa tekið þátt í þeirri vinnu. Gerð er ráð fyrir að endurskoðun á skólanámskrám verði lokið haustið 2013.
3.Vallarsel - breyting á skipulagsdegi.
1301358
Fjölskylduráð samþykkir breytinguna enda hefur foreldraráð ekki gert athugasemd við þessa tilhögun.
4.Námsmatsstofnun - ytra mat á leik- og grunnskólum
1301362
Lagt fram.
5.Menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda v/leikskóla
1302100
Fjöldskylduráð fagnar því að tekist hefur að ná markmiðum laga um að 2/3 stöðugilda eru skipuð leikskólakennurum í leikskólum á Akranesi. Einnig vill fjölskylduráð benda á að Akraneskaupstaður hefur sett sér þau viðmið að 75% starfsfólks leikskóla hafi fagmenntun sem nýtist í starfi.
6.Starfsemi leikskóla sumarið 2013
1303011
7.Innritun í leikskóla 2013
1303012
Sumarið 2013 verða innrituð í leikskóla Akraneskaupstaðar börn sem eru fædd á árinu 2011 og eldri. Á þjóðskrá eru 98 börn fædd 2011 og hafa foreldra 94 þeirra sótt um leikskóla. Samkvæmt verklagsreglum er innritað eftir aldri en leikskólastjórar skipuleggja aðlögun í samvinnu við foreldra.
Árgangur 2007 sem er að útskrifast úr leikskóla og innritast í grunnskóla eru um 107 þannig að það verður eh fækkun nemenda í leikskólunum.
8.Starfsheitið leikskólasérkennari
1303022
Málið kynnt fyrir fjölskylduráði.
9.Tímabundin innritun í leikskóla Akraneskaupstaðar
1303034
Fjölskylduráð gerir ekki athugasemdir við framkvæmd tímabundinnar innritunar eins og henni er lýst í minnisblaði verkefnisstjóra.
10.Velferðarvaktin 2013 - fjölskyldustefna
1302163
Á árinu 2013 verður lokið við mótun skólastefnu og velferðarstefnu fyrir börn og ungmenni á Akranesi. Einnig mun verða hafist handa við gerð mannréttindastefnu í samvinnu við Akranesdeild Rauða kross Íslands.
Anney, Rósa Kristín og Árný viku af fundi kl. 17:35.
11.Forvarnabókin um ávana- og vímuefni
1302095
Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki hjá Akraneskaupstað að hausti í tengslum við fjárlagagerð.
Fundi slitið - kl. 17:47.
Á fundinn mættu Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í Akraseli áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi Skagaforeldra og Árný Örnólfsdóttir leikskólakennari áheyrnarfulltrúi starfsmanna.
Lagt fram.