Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

110. fundur 05. mars 2013 kl. 16:30 - 17:47 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Innleiðing nýrrar aðalnámskrár

1301351

Bréf frá menntamálaráðherra þar sem fjallað er um gerð skólastefnu og innleiðingu nýrra aðalnámskráa. Í bréfinu er hvatt til þess að unnið verði af krafti við innleiðinguna. Með bréfinu fylgir spurningalisti sem sendur er til skólastjórnenda þar sem kannað er hver staðan er í innleiðingarferlinu og þörf á leiðsögn og stuðningi.

Á fundinn mættu Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri í Akraseli áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi Skagaforeldra og Árný Örnólfsdóttir leikskólakennari áheyrnarfulltrúi starfsmanna.

Lagt fram.

2.Innleiðing aðalnámskrár í leikskólum

1303013

Unnið hefur verið að innleiðingu aðalnámskrár í leikskólunum á Akranesi.

Minnisblað lagt fram frá leikskólastjórum um stöðu innleiðingar og endurskoðun á skólanámskrám lagt fram. Innleiðing á nýrri aðalnámskrá og endurskoðun á skólanámskrám er komin vel á veg í leikskólunum. Allir starfsmenn hafa tekið þátt í þeirri vinnu. Gerð er ráð fyrir að endurskoðun á skólanámskrám verði lokið haustið 2013.

3.Vallarsel - breyting á skipulagsdegi.

1301358

Leikskólastjóri hefur óskað eftir færslu á skipulagsdegi sem á skv. skóladagatali á að vera 2. apríl verði 26. apríl. Foreldraráð hefur fjallað um málið og gerir ekki athugasemd við þessa tilfærslu.

Fjölskylduráð samþykkir breytinguna enda hefur foreldraráð ekki gert athugasemd við þessa tilhögun.

4.Námsmatsstofnun - ytra mat á leik- og grunnskólum

1301362

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að frá og með 1. janúar 2013 fluttist umsjón með framkvæmd ytra mats á einstökum leik- og grunnskólum til Námsmatsstofunar.

Lagt fram.

5.Menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda v/leikskóla

1302100

Félag leikskólakennara hefur sent hvatningu til sveitarfélaga um að ef tækifæri gefst þá verði allar stöður skipaðar leikskólakennurum.

Fjöldskylduráð fagnar því að tekist hefur að ná markmiðum laga um að 2/3 stöðugilda eru skipuð leikskólakennurum í leikskólum á Akranesi. Einnig vill fjölskylduráð benda á að Akraneskaupstaður hefur sett sér þau viðmið að 75% starfsfólks leikskóla hafi fagmenntun sem nýtist í starfi.

6.Starfsemi leikskóla sumarið 2013

1303011

Við gerð fjárhagsáætlunar 2013 var ákveðið að þrír af fjórum leikskólum á Akranesi verði lokaðir í 5 vikur á komandi sumri. Leikskólarnir verða lokaðir frá 1. júlí til til og með 5. ágúst. Starfsemi verður í leikskólanum Garðaseli þrjár fyrstu vikurnar í júlí ef næg þátttaka fæst.

7.Innritun í leikskóla 2013

1303012

Sumarið 2013 verða innrituð í leikskóla Akraneskaupstaðar börn sem eru fædd á árinu 2011 og eldri. Á þjóðskrá eru 98 börn fædd 2011 og hafa foreldra 94 þeirra sótt um leikskóla. Samkvæmt verklagsreglum er innritað eftir aldri en leikskólastjórar skipuleggja aðlögun í samvinnu við foreldra.

Árgangur 2007 sem er að útskrifast úr leikskóla og innritast í grunnskóla eru um 107 þannig að það verður eh fækkun nemenda í leikskólunum.

Nokkur hreyfing er á fólki til og frá Akranesi. Börn hafa verið að hætta í leikskólunum og flytja í önnur sveitarfélög en einnig er nokkuð um að eldri börn eru innrituð í leikskólana sem eru að flytja á Akranes.

8.Starfsheitið leikskólasérkennari

1303022

Í kjarasamningum leikskólakennara eru allnokkrar starfsheitalýsingar. Sl. haust kom fram ósk um að greiða skv. starfsheitinu leikskólasérkennari. Starfslýsingin hefur verið skoðuð með stjórnendum leikskólanna og hvernig hún fellur að starfslýsingu sérkennslustjóra sem starfa í öllum leikskólunum.

Málið kynnt fyrir fjölskylduráði.

9.Tímabundin innritun í leikskóla Akraneskaupstaðar

1303034

Á hverju ári koma fram óskir frá foreldrum sem ekki eiga lögheimili á Akranesi um að börn þeirra fái að vera tímabundið í leikskólum. Þessir foreldrar eiga í öllum tilvikum einhver tengsl við Akranes, dvelja t.d. erlendis vegna náms eða starfs. Verkefnisstjóri hefur tekið saman minnisblað um málið og hvernig skuli taka á beiðnum af þessu tagi.

Fjölskylduráð gerir ekki athugasemdir við framkvæmd tímabundinnar innritunar eins og henni er lýst í minnisblaði verkefnisstjóra.

10.Velferðarvaktin 2013 - fjölskyldustefna

1302163

Velferðarvaktin hefur sent hvatningu til sveitarfélaga á landinum um að þau setji sér fjölskyldustefnu.

Á árinu 2013 verður lokið við mótun skólastefnu og velferðarstefnu fyrir börn og ungmenni á Akranesi. Einnig mun verða hafist handa við gerð mannréttindastefnu í samvinnu við Akranesdeild Rauða kross Íslands.

Anney, Rósa Kristín og Árný viku af fundi kl. 17:35.

11.Forvarnabókin um ávana- og vímuefni

1302095

Borist hefur erindi frá FRÆ Fræðsla og forvarnir þar sem óskað er eftir styrk til að gefa út á netinu handbók um forvarnir og neyslu vímuefna.

Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki hjá Akraneskaupstað að hausti í tengslum við fjárlagagerð.

Fundi slitið - kl. 17:47.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00