Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2015 - fjölskyldusvið
1406194
Fjölskylduráð hefur kynnt sér beiðni stofnanna sem liggja fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2015. Fjölskylduráð tók afstöðu til þeirra beiðna sem ráðið taldi sig hafa forsendur til að afgreiða fyrir sína hönd. Framkvæmdastjóra falið að koma tillögum fjölskylduráðs á framfæri við bæjarráð. Fjölskylduráð frestar afgreiðslu annarra beiðna þar til eftir fyrri umræðu bæjarráðs.
2.Krabbameinsfélag Akraness - húsnæði og samstarf
1410005
Krabbameinsfélagið Akraness hefur óskað eftir samstafið við Endurhæfingarhúsið Hver um afnot af húsnæði og samvinnu um þjónustu.
Fjölskylduráð telur að samstarfið geti verið til hagsbóta fyrir báða aðila og felur forstöðumanni Hvers að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í samvinnu við félagið.
3.Fablab - breytingar á rekstri
1310142
Fyrir fundinu lá minnisblað um starfsemina og tillögur um næstu skref.
Málefni Fab lab smiðjunnar rædd. Fjölskylduráð telur að ábyrgð og umsjón með smiðjunni verði hjá fjölskyldusviði.
4.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga
1410136
Valgarður L Jónsson og Vilborg Guðbjartsdóttir munu sækja ráðstefnuna ásamt starfsmönnum fjölskyldusviðsins.
5.Fyrirspurn til fjölskylduráðs okt2014
1410138
Afgreiðsla trúnaðarmál.
6.Mannréttindastefna - samráðshópar
1410137
Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið - kl. 19:40.