Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

92. fundur 21. júní 2012 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
  • Magnús Freyr Ólafsson (MFÓ) varamaður
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) varaformaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Barátta gegn einelti - 8. nóvember.

1206034

Verkefnisstjórn um aðgerðir gegn einelti hefur sent sveitarfélögum og fleirum bréf þar sem vakin er athygli á því að 8. nóvember ár hvert verður framvegis helgaður baráttunni gegn einelti. Hvatt er til að sem flestir nýti tækifærið til að efla baráttuna gegn einelti.

Fjölskylduráð hvetur skólasamfélagið á Akranesi og aðra aðila til að nýta 8. nóvember til að vekja athygli á afleiðingum eineltis og mikilvægi aðgerða sem vinna að lausn eineltismála og efla góðan starfsanda.

2.Fjölskyldustofa, fjárhagsyfirlit jan-mars 2012

1205131

Lagt fram. Verður tekið til nánari umfjöllunar á fundi fjölskylduráðs í ágúst en þá liggja fyrir greining á frávikum í áætlun.

3.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010

1001075

Sigmar Jóelsson hefur óskað eftir því að samningur um heimakstur máltíðar fyrir elli- og örorkuþega verði endurskoðaður vegna aukningar á útsendum matarsendingum. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að tillaga verkefnisstjóra félagslegrar heimaþjónustu um endurskoðun á samningnum verði samþykkt.

4.Herdísarholt.

1206122

Um þessar mundir er unnið að samningsgerð við rekstraraðila Herdísarholts. Með fundarboði fylgja drög að samningi.

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu fór yfir drög að samningi. Fjölskyldráð felur Helgu að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

5.Þorpið - þjónusta við fatlaða framhaldsskólanemendur

1206127

Tillaga framkvæmdastjóra fjölskyldustofu að nýrri þjónustu við fatlaða framhaldsskólanemendur. Tillagan miðast við að frá og með ágústmánuði verði boðið upp á þjónustu í Þorpinu fyrir fatlaða framhaldsskólanemendur.

Fjölskylduráð fellst á tillöguna enda hefur hún ekki áhrif á fjárhagsáætlun 2012.

6.Dagforeldrar - samskipti

1206025

Fjölskylduráði hefur borist bréf frá dagforeldrum þar sem lýst er óánægju með stöðu dagforeldra innan bæjarkerfisins og fleiri atriði tiltekin.

Framkvæmdastjóri leggur til að boðað verði til fundar með dagforeldrum í ágúst og farið yfir efni bréfsins og væntingar dagforeldra til aðkoma Akraneskaupstaðar að þeirra starfi. Fjölskylduráði verði kynntar niðurstöður þess fundar.

7.Sprotasjóður - styrkur.

1202231

Styrkur Sprotasjóðs til grunnskóla Akraneskaupstaðar við innleiðingu á grunnþáttum menntunar.

Grunnskólar Akraneskaupstaðar fengu styrk kr. 700.000 frá Sprotasjóði vegna verkefnisins -Samvinna við innleiðingu á grunnþáttum menntunar við endurskoðun á skólanámskrá. Markmið verkefnisins er að grunnskólarnir á Akranesi vinni sameiginlega að innleiðingu á grunnþáttum menntunar, virku lýðræði, mannréttindum og jafnrétti í grunnskólum Akraneskaupstaðar með hliðsjón af nýrri menntastefnu. Markmiðið er einnig að efla enn frekar samstarf grunnskólana á Akranesi og nýta þannig krafta heildarinnar við vinnslu á grunnhugmyndum um virkt lýðræði, mannréttindi og jafnrétti við endurskoðun á skólanámskrám sem byggðar verða á ramma nýrrar aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið verður unnið með nemendum, starfsfólki grunnskólanna, Þorpinu og Fjölskyldustofu. Lagt fram.

Elís, Hrönn, magnús, Sigrún og Anna Guðrún viku af fundi kl. 18:20.

8.Starfsþróun starfsmanna við kennslu Akranesi júní 2012-matsúttekt

1206129

Úttekt var gerð á starfsþróun kennara og annarra starfsstétta er starfa í tengslum við kennslu í grunnskólum Akraneskaupstaðar vorið 2012. Úttektin var unnin af Svölu Hreinsdóttur verkefnisstjória Fjölskyldustofu og Sigurði Arnari Sigurðssyni aðstoðarskólastjóra Grundaskóla í samvinnu við skólastjórnendur.

Með þátttöku matsaðila í námskeiðinu Þjónustumat á vettvangi undir handleiðslu Sigurlínar Davíðsdóttur var unnin úttekt á starfsþróun kennara og annarra er starfa í tengslum við kennslu í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Könnun var lögð fyrir alla kennarar og aðrir starfsmenn sem starfa í tengslum við kennslu í grunnskólum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að afla upplýsinga um starfsþróun þeirra og kanna þörfina fyrir frekari starfsþróun. Niðurstöður útttektarinnar hafa verið kynntar fyrir skólastjórnendum og starfsmönnum grunnskólanna. En þar kemur m.a. fram að kennarar og aðrir starfsmenn sem starfa í tengslum við kennslu taka virkan þátt í formlegri og óformlegri starfsþróun. Einnig eru nokkrar ábendinar frá matsaðilum til skólastjórnenda í tenglsum við skipulag og verklag sem mætti skýra betur. Lagt fram.

9.Grunnskólar - framkvæmd og fyrirkomulag íþróttakennslu

1206064

Akraneskaupstað hefur borist tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags.5. júní þar sem gerð er athugasemd við að í tilteknum bekkjardeildum í báðum grunnskólunum séu ekki virt tilmæli um að við sundkennslu séu að jafnaði ekki fleiri en 15 nemendur á ábyrgð sundkennara.

Fjölskylduráð óskar eftir að málið verði skoðað nánar.

10.Fjölskylduráð - kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarstjór

1206060

Á fundu bæjarstjórnar 12. júní 2012 var Einar Brandsson skipaður áheyrnarfulltrúi í fjölskylduráði og Anna María Þórðardóttir til vara.

Lagt fram.

11.Brekkubæjarskóli - breyting á skóladagatali

1205075

Bréf frá skólastjóra Brekkubæjarskóla þar sem óskað er eftir heimild til að breyta skóladagatali þannig að skólasetning verði 23. ágúst í stað 22. ágústs. Lagt er til að skipulagsdagur 24. september verði felldur niður til að tala kennsludaga verði óbreytt. Þessi ósk er fram komin vegna kynnisferðar starfsfólks til Berlínar í ágúst.

Fram kom á fundinum að tillagan hefur verið kynnt í skólaráði og engar athugasemdir gerðar. Fjölskylduráð samþykkir breytinguna.

12.Starfshópur um skólamál

1108133

Starfshópur um skólamál hefur haldið tíu fundi og fengið til sín á fundi sérfræðiþjónustu Fjölskyldustofu, fulltrúa nemenda úr grunnskólunum og FVA, fulltrúa skólastjórnenda grunnskóla Akraneskaupstaðar og FVA og skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi. Starfshópurinn gerir eftirfarandi tillögur til fjölskylduráðs.

Starfshópur um skólamál leggur til við fjölskylduráð að kannað verði í samvinnu við Háskólasamfélagið hvort hægt sé leggja mat á árangur og gæði sérfræðiþjónustu skóla. Í þeim tilgangi að þróa þjónustuna áfram. Slíkt mat á þjónustunni væri liður í innra og ytra mati á skólastarfi.

Tillögur að samstarfsverkefnum Akraneskaupstaðar og FVA.
*Upplýsingamiðlun um námslega stöðu nemenda. Ábyrgð er hjá Fjölskyldustofu að koma þessu í farveg
*Meiri samvinna milli nemendafélaga t.d. kaffihúsakvöld. Hugmynd um að samstarfsvettvangur gæti verið í gegnum ungmennaráðið í Þorpinu eða kennara sem starfa með stjórnum nemendafélaga
*Gagnkvæm nýting á aðstöðu skólanna, svo sem kennslueldhúsum grunnskóla o.fl. Ábending til skólastjórnenda um að hægt væri að nýta það húsnæði sem er til staðar í skólunum á Akranesi
*Valgrein í FVA sem gæti m.a. falist í námsaðstoð við grunnskólanemendur. Hugmynd að verkefni til skólastjórnenda FVA og samstarfsaðilann RKÍ
*Samstarf í kringum nemendur með annað móðurmál en íslensku. Hugmynd til skólastjórnenda í grunnskólunum og FVA
*Skoða möguleika þróunarverkefni í kringum skráningu og afdrif brottfallsnemenda með það að markmiði að útbúa stuðningsnet fyrir þá nemendur. Verður athugað nánar af Fjölskyldustofu
*Samvinna skólastjórnenda t.d. í tengslum við vinnu aðalnámskrár. Er í vinnslu hjá Fjölskyldustofu
*Samvinna um gerð og innleiðingu skólastefnu Akraneskaupstaðar. Er í vinnslu hjá Fjölskyldustofu


Starfshópurinn leggur til eftirfarandi breytingar varðandi Tónlistarskólann á Akranesi:

*Hljóðfæraleigugjald verði hækkað í kr. 10.000.
*Hugtakið fjölskylduafsláttur verði fellt út úr gjaldskrá en í staðinn sett systkinaafsláttur sem verður þannig: 30% afsláttur fyrir systkin nr. 2; 40% afsláttur fyrir systkin nr. 3. Hæsta skólagjald verði án afsláttar. Systkinaafsláttur gildi milli barna sem hafa sama lögheimili og eru undir 21 árs aldri.
*Gjaldskrá hækki um 35% fyrir þá nemendur sem eru 21 árs og eldri.

Starfshópurinn tók til umfjöllunar innritunarreglur í Tónlistarskólann á Akranesi. Starfshópurinn leggur til að innritunarreglur verði endurskoðaðar og eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar:
*Nemendur í TOSKA skulu eiga lögheimili á Akranesi eða í Hvalfjarðasveit.
*Ungmenni á framhaldsskóla aldri með lögheimili í öðru sveitarfélagi geti fengið skólavist í TOSKA ef lögheimilissveitarfélag sækir um skólavist fyrir viðkomandi og greiðir skólakostnað. Sjá einnig gildandi samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.

Starfshópurinn leggur til að skólanefnd Tónlistarskólans á Akranesi verði lögð niður og málefni skólans heyri undir fjölskylduráð. Áheyrnarfulltrúi úr Hvalfjarðarsveit verði kallaður til þegar málefni Tónlistarskólans verða á dagskrá fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð óskar eftir að tillögur starfshópsins verði settar í viðeigandi farveg.

13.Grundaskóli - húsnæðisskortur

1206029

Skólastjóri Grundaskóla hefur sent fjölskylduráði bréf dagsett 1. júní þar sem vakin er athygli á að skólaárið 2013 - 2014 verði bekkjardeildir 29 og skólaárið 2016-2017 eru líkur til að bekkjardeildir verði 30. Fjöldi kennslustofa fyrir umsjónarbekki eru í dag 28 og því fyrirséður húsnæðisvandi.

Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu í samvinnu við framkvæmdastofu að leggja fram valkosti um hvernig hægt er að bregðast við efni bréfsins.

14.Einelti - tillögur

1206105

Þorlákur Helgason sem stýrir Olweusar eineltisáætluninni var fenginn til að gera úttekt á eineltisáætlunum grunnskólanna á Akranesi og gera tillögur til úrbóta. Greinargerð Þorláks liggur nú fyrir. Skólastjórar hafa komið því sjónarmiði á framfæri að fjalla hefði mátt meira um þau viðbrögð sem skólarnir hafa við einelti og baráttunni gegn einelti í skólastarfinu. Tillögur Þorláks gera ráð fyrir að verkefnisstjórar sinni umsjón með viðbrögðum gegn einelti, grunnfræðslu til starfsmanna og foreldra, reglulegar kannanir verði gerðar, skráningar verði bættar, verkferlar verði skýrðir, nemendavinna og kynning á eineltisáætlun verði fest í sessi.

Á fundinn mættu kl. 17:00 Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Magnús V. Benediktsson deildarstjóri Brekkubæjarskóla áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda, Elís Þór Sigurðsson og Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúar kennara og Anna Guðrún áheyrnarfulltrúi foreldra. Fjölskylduráð leggur til að skipaður verði starfshópur sem taki efni greinargerðar Þorláks til umfjöllunar og horfi til ákvæða reglugerðar nr. 1040/2012. Starfshópurinn verði skipaður sálfræðingum sérfræðiþjónustu skóla og námsráðgjöfum beggja grunnskólanna. Starfshópurinn semji skilgreiningu á hvað er einelti, skilgreini verkferla og útbúi skráningarform vegna eineltismála, endurskoði þær kannanir sem gerðar eru í grunnskólunum. Fjölbrautaskóla Vesturlands verði boðið að skipa fulltrúa í starfshópinn. Tillögur starfshópsins verði tilbúnar fyrir 8. nóvember 2012.

15.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1205196

Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

16.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205078

Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

17.Fjölskylduráð - kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs samkvæmt ákvæðum 64. gr.

1206055

Á fundi bæjarstjórnar 12. júní 2012 var samþykkt tillaga um skipan fulltrúa í fjölskylduráð. Formaður var skipaður Þröstur Ólafsson, Dagný Jónsdóttir varaformaður og Ingibjörg Valdimarsdóttir. Eftirtaldir voru skipaðir varamenn; Hjördís Garðarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir og Magnús Freyr Ólafsson.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00