Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

73. fundur 20. september 2011 kl. 16:30 - 21:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Velferðavaktin - velferð skólabarna

1109019

Bréf frá Velferðarvaktinni um hvatningu til að sveitarstjórnar og skólanefndar um að huga sérstaklega að líðan barna við upphaf skólaársins. Bréfið lagt fram.

2.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði

1109135

Fjölskylduráð felur Guðmundi Páli Jónssyni forstöðumanni Fjöliðjunnar að kanna til hlýtar möguleika á að kaupa pökkunarvél fyrir Fjöliðjuna. Fjölskylduráð óskar eftir að hann kynni niðurstöður þeirra könnunar fyrir ráðinu.

3.Fjöliðjan - Vörubirgðir við áramót 2010-2011

1109136

Drög að samkomulagi um ráðstöfun vörubirgða Fjöliðjunnar vinnu og hæfingarstaðar sem fjalla um að Akraneskaupstaður leysi vörubirgðir sem voru hluti af rekstri Fjöliðjunnar við tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. Fjölskylduráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að leggja málið fyrir bæjarráð.

4.Gjaldskrár Fjölskyldustofu

1006101

Fjölskylduráð leggur til að hækka fæðisgjald leikskóla, grunnskóla og í Þorpinu um 7.5% frá og með 1. nóvember 2011 vegna aukins tilkostnaðar. Fæðisgjald hefur verið óbreytt frá 2009. Fjölskylduráð leggur einnig til að gerð verði efnisleg breyting á gjaldskrá leikskóla og tekinn upp nýr gjaldskrárliður undir heitinu ávaxtagjald. Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að leggja málið fyrir bæjarráð.

Guðmundur Páll vek af fundi 21.07.

5.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

Farið yfir fjárhagsstöðu stofnana 2011. Útlit er fyrir að kostnaður vegna félagsþjónustunnar í heild hækki um 10% frá gildandi fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að kostnaður skólanna fari kr. 6.200.000 fram yfir fjárhagsáætlun. Fjölskylduráð gerir sér grein fyrir því erfitt getur verið fyrir skólana að halda áætlun vegna aukins tilkostnaðar. Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að flytja málið fyrir bæjarráð.

6.Dagforeldrar - námskeið

1109133

Námflokkar Hafnarfjarðar bjóða upp á réttindanámskieð fyrir dagforeldar í fjarnámi. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að styrkja starfandi dagforeldra á Akranesi um kr. 25000 fyrir hvern þátttakanda á námskeiðinu auk þess að standa straum að kostnaði vegna fjarfundaraðstoðu. Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að flytja málið fyrir bæjarráð.

7.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Gerðar voru tillögur um fulltrúa í starfshópinn. Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falið að ræða við viðkomandi fulltrúa.

8.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

Gerðar voru tillögur um fulltrúa í starfshópinn. Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falið að ræða við viðkomandi fulltrúa.

9.Starfshópur um skólamál

1108133

Gerðar voru tillögur um fulltrúa í starfshópinn. Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falið að ræða við viðkomandi fulltrúa.

10.Sérfræðiþjónusta - áfrýjun

1109053

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn. Afgreiðsla trúnaðarmál.

11.FEBAN - bókband - styrkbeiðni

1108143

Umsókn um styrk til greiðslu á húsaleigu vegna kennslu á bókbandi. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti styrk á húsaleigu fram til 31. desember 2011 en vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Fjölskylduráð mun taka málið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar hvað varðar leigu fyrir árið 2012.

12.Grunnskólastarf 2011-2012

1109121

Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Ólöf Ólafsdóttir áheyrnafulltrúi Skagaforeldra og Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í Brekkubæjarskóla mættu á fundinn kl. 17:10.

Fyrir fundinum liggja drög að starfsáætlun skólanna. Farið var yfir áherslur vetrarins:

Brekkubæjarskóli leggur áherslu á námsmat, mótun lestrarstefnu, ungir gamlir, brúum bilið, góður og fróður og umhverfisstefnu.

Fjöldi kennara: 54

Fjöldi annarra starfsmanna: 30

Fjöldi nemenda: 419

Fjöldi bekkjardeilda: 20

Grundaskóli leggur áherslu á námsmat, Spegillinnn- dagbók og upplýsingarit fyrir nemendur og foreldra, aftur til framtíðar, einn fyrir alla og allir fyrir einn, söngleikur, mótun lestrarstefnu, ungir gamlir, brúum bilið, uppeldi til ábyrgðar, 30 ára afmæli Grundaskóla 6. október 2011.

Fjöldi kennara: 56

Fjöldi annarra starfsmanna: 29

Fjöldi nemenda: 583

Fjöldi bekkjardeilda: 28

Ýmsar valgreinar eru í grunnskólunum m.a. tónlistarval samstarfsverkefni grunnskólanna og Tónlistarskólans.

Umræður urðu um skólamál m.a. heimanám og vetrarfrí.

Hrönn, Arnbjörg, Ólöf og Sigrún viku af fundi kl. 18:40.

13.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1109096

Afgreiðsla trúnaðarmál. Sveinborg og Hrefna viku af fundi kl. 17:05.

14.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1109075

Afgreiðsla trúnaðarmál.

15.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1109054

Afgreiðsla trúnaðarmál.

16.Skólastyrkur - áfrýjun

1109025

Afgreiðsla trúnaðarmál.

17.Liðveisla - áfrýjun

1101130

Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00