Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Fjárhagsstaða stofnana 2011
1103148
2.Úthlutun úr Endurmentunarsjóði grunnskóla 2011
1104049
Lagt fram.
3.Forvarnardagurinn 2010
1104066
Lagt fram.
4.Sumarnámskeið 2011
1104045
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.
5.FTÍ-Umsókn um leikskólavist 12.1.3
1012062
Áheyrnafulltrúar leikskóla mættu á fundinn kl. 17:00, Ingunn Ríkharðsdóttir og Árný Örnólfsdóttir. Alda Róbertsdóttir mætti á fundinn kl. 17:00. Rætt um verklagsreglur leikskóla og fyrirkomulag innritunar. Einnig rætt um þjónustu dagforeldra.
Alda vék af fundi 17:40.
6.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum
1104071
Samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 skal hlutfall leikskólakennara vera að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri lagði fram útreikninga á slíku hlutfalli í hverjum leikskóla á Akranesi.
Árný lagði fram bréf frá leikskólakennurum á Akranesi þar sem fram kom ósk þeirra um aðkomu að ákvörðun Akraneskaupstaðar í samræmi við 9. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Fjölskylduráð mun boða trúnaðarmenn leikskólakennara á næsta fund ráðsins til viðræðna um málið.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi og Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri kynntu ýmsar upplýsingar og nánari greiningu á fjárhagsaðstoð fyrstu þrjá mánuði ársins 2011.
Á grundvelli þess minnisblaðs sem fylgdi með fundarboði, sem fjallar um aukningu á fjárhagsaðstoð og annarra liða undir félagsþjónustunni, felur Fjölskylduráð framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að gera tillögu til bæjarráðs um viðbótarfjárveitingu vegna þessa.
Sólveig og Sveinborg viku af fundi 16:45.