Fjölskylduráð (2009-2014)
1.fjárhagsaðstoð-áfrýjun
1201099
2.Mótun skólastefnu
1201103
Árið 2012 verður þungamiðja í mótun skólastefnu á Akranesi. Hluti af stefnumótuninni felst í að skoða úttektir og gögn sem eru til um skólastarf. Því er lagt til við fjölskylduráð að haldinn verði opinn fundur þar sem kynntar verða ýmsar niðurstöður sem snerta grunnskólastarf á Akranesi. Lagt er til að fundurinn verði haldinn í febrúar og leitað verði samstarfs við Skagaforeldra.
3.Gjaldskrár 2012
1112160
Fjölskylduráð gerir breytingar á tekjumörkum félagslegrar heimaþjónustu. Gert er ráð fyrir að bil milli tekjuþrepa verði 15%. Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að gjaldskráin taki gildi 15. janúar 2012.
4.Ungmennafélagið Skipaskagi - aðstaða
1112175
Fjölskylduráð vísar erindi Ungmennafélagsins til umfjöllunar til starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál.
5.UMFÍ - Gisting íþróttahópa
1201069
Akraneskaupstaður hefur hingað til ekki rukkað fyrir gistingu íþróttahópa sem gist hafa í stofnunum bæjarins. Ef breyting verður á því fyrirkomulagi verður það kynnt UMFÍ og öðrum hagsmunaaðilum.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 17:20. Lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Hrefna vek af fundi kl. 17:40.