Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

136. fundur 18. mars 2014 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Skólanámskrár leikskóla Akraneskaupstaðar 2013-2014

1312155

Á fundinn mættu Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjórnenda, Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Rósa Kristín Guðnadóttir frá Skagaforeldum áheyrnafulltrúi foreldra kl. 16:30.

Þrír af fjórum leikskólum Akraneskaupstaðar hafa nú lokið við skólanámskrá í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla 2011. Vinna fjórða leikskólans í skólanámskrá er á loka stigi. Nálgast má skólanámskrá leikskóla á heimasíðum þeirra.

2.Sérkennsla leikskóla 2013-2014

1305075

Við endurmat um áramót á sérstakri aðstoð og þjálfun í leikskólum liggur fyrir að stuðningstímum við nemendur í leikskólum mun fjölga. Við afgreiðslu umsókna um sérstaka aðstoð og þjálfun eru reglur um sérstaka aðstoð og þjálfun í leikskólum Akraneskaupstaðar hafðar til hliðsjónar ásamt greiningagögnum frá sérfræðingum. Við endurskoðun kom í ljós að nokkur fjölgun var á nýjum greiningum sem auka stuðningstíma umfram það sem samþykkt er fyrir í fjárhagsáætlun. Málið verður kynnt fyrir bæjarráði þegar starfsmannahald í leikskólum liggur fyrir nk. haust.

3.Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna á Akranesi vor 2013

1305038

Farið var yfir niðurstöður Viðhorfskönnunar meðal foreldra leikskólabarna á Akranesi sem lögð var fyrir á sumarið 2013. Hægt er að nálgast niðurstöðurnar í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á heimasíðum leikskóla.

4.Ársskýrsla leikskóla 2012-2013

1308045

Ársskýrslur fyrir hvern leikskóla fyrir árið 2012-2013 voru lagðar fram.

5.Starfsemi leikskóla - sumarskóli

1403096

Eins og tvö undanfarin sumur verða þrír af fjórum leikskólum á Akranesi lokaðir í 5 vikur á komandi sumri. Leikskólarnir verða lokaðir frá og með 30. júní til og með 1. ágúst. Leikskólastarf hefst 5. ágúst. Starfsemi verður í leikskólanum Teigaseli í allt að þrjár viku (frá 30. júní til 18.júlí ef foreldrar 20 barna eða fleiri) óska eftir þjónustu sumarskólans.

6.Innritun í leikskóla 2014

1403097

Innritun í leikskóla fyrir sumarið 2014 er lokið. Innrituð voru 108 börn sem eru fædd á árinu 2012. Reglulega eru innrituð eldri börn sem eru að flytja í sveitarfélagið. Vegna fjölda barna sem innritast í leikskóla Akraneskaupstaðar á þessu ári verður 6 deildin opnuð í leikskólanum Akraseli.

Anney, Rósa og Íris viku af fundi 17:30.

7.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2013

1311092

Á fundi fjölskylduráðs Akraness, sem haldinn var þann 7. janúar 2014, var m.a. fjallað um tillögur og fyrirspurnir frá ungmennum á bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem fram fór 27. nóvember 2014. Bergþóra Ingþórsdóttir var með fyrirspurnir er tengdust námsframboð í framhaldsskólum til að sporna gegn brottfalli og niðurstöðu úr innra mati í FVA er snúa að einelti. Fjölskylduráð óskaði eftir fundi með Atla Harðarsyni skólameistara FVA til að fara yfir ofangreind mál. Atli mætti á fundinn kl. 17:44.

Atli fór yfir hvernig unnið hafi verið með niðurstöður er sneru að einelti í FVA. M.a. var ítalegri könnun lögð fyrir nemendur auk þess sem náms- og starfsráðgjafar ræddu við nemendur. Einnig eru lagðar fyrir kannanir þar sem spurt er um samskipti og líðan nemenda í skólanum. Niðurstöður þeirra kannana liggja á vef skólans.

Brottfall nemenda úr FVA sl. önn var innan við 5%. Af þeim sem nemendum sem innrituðust í FVA árið 2007 luku 71% námi á framhaldsskólastigi.

8.Samráð við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

1403098

Rætt um ýmsa möguleika um nýtingu á skólahúsnæði.

Atli vék af fundi kl. 18:50.

9.UMFÍ - Landsmót 50 2016

1403003

Bréf lagt fram frá stjórn Ungmennafélagi Íslands sem hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016.

10.UMFÍ - Landsmót UMFÍ 2017 og 2021

1302077

Bréf lagt fram frá stjórn Ungmennafélagi Íslands sem auglýsir eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 20. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2017.

11.UMFÍ - ungt fólk og lýðræði 2014

1403006

Bréf frá Ungmennafélagi Íslands um boð um þátttöku ungs fólks í fimmtu ungmennaráðstefnu sem haldin verður á Ísafirði 9.-11. apríl nk. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Ungt fólk og lýðræði". Fjölskylduráð vísar erindinu til ungmennaráðs Akraness.

12.Málefni fatlaðs fólks á Akranesi

1403109

Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00