Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Gjaldskrá heimaþjónustu - tillaga
1211157
2.Málskotsnefnd
1303154
Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að málskotsnefnd starfi út árið 2014. Fjölskylduráð felur framkæmdastjóra fjölskyldusviðs að gera breytingar á reglum málskotsnefndar sem lúta að upplýsingagjöf til fjölskylduráðs.
3.Fjárhagsaðstoð 2014
1311087
Tölulegar upplýsingar um upphæð fjárhagsaðstoðar ýmissa sveitarfélaga lagðar fram. Ákvörðun um upphæð framfærslu frestað. Sveinborg vék af fundi kl. 17:50.
4.Vinabæjarboð til Noregs - Bamble
1310030
Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að þakka fyrir gott boð, en ekki verður hægt að þekkjast boðið að þessu sinni.
5.Keilufélag Akraness - endurnýjun á rekstrarsamningi
1304094
Sveinn Kristinsson vék af fundi á meðan afgreiðslu málsins stóð. Fjölskylduráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs til afgreiðslu.
6.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2013
1311092
Fjölskylduráð samþykkir þessa tímasetningu og væntir þess að bæjarfulltrúar geti mætt.
7.UMFÍ - samþykkt á 48. sambandsþingi
1311090
Bréf lagt fram frá Ungmennafélagi Íslands frá 48. sambandsþingi þess þar sem stjórn UMFÍ vill vekja hverja ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mættu á fundinn kl. 16:30. Farið var yfir drög að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu á Akranesi. Afgreiðslu frestað. Laufey vék af fundi kl. 17:00.