Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Skóladagatal 2014-2015
1312004
2.Námsmat í grunnskólum
1402066
Lagt fram.
3.Ytra mat á grunnskólum - Brekkubæjarskóli
1302117
Fjölskylduráð hefur kynnt sér umbótaáætlunina og telur hana í samræmi við ábendingar í skýrslu um ytra mat. Fjölskylduráð óskar eftir framvinduskýrslu í lok skólaárs 2014.
4.Innleiðing nýrrar aðalnámskrá í grunnskólum Akraneskaupstaðar
1303205
Sigurður Arnar og Arnbjörg gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur verið í og er framundan við innleiðingu og endurskoðun skólanámskrár. Gert er ráð fyrir að drög að skólanámskrá liggi fyrir haustið 2014.
5.Innritun í grunnskóla haustið 2014
1402033
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri gerði grein fyrir stöðunni en gert er ráð fyrir að 96 nemendur innritist í 1. bekk. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verða 44 nemendur í Brekkubæjarskóla og 52 í Grundaskóla.
6.Nemendamál í grunnskóla jan 2014
1402003
Arnbjörg, Sigurður Arnar, Borghildur, Elís Þór og Svala viku af fundi kl. 17:15. Afgreiðsla trúnaðarmál.
7.Húsnæðismál feb. 2014
1402181
Svala mætti til fundar kl.17:30.
Helga Gunnarsdóttir lagði fram minnisblað um stöðu á biðlista eftir félagslegu húsnæði á Akranesi. Fjölskylduráð samþykkir að vísa umræðu um stöðu húsnæðismála til starfshóps um málefni félagsþjónustu þar sem skoðað verði hvernig skuli brugðist við til lengri tíma. Farið verði yfir stöðuna á Akranesi og til hvaða úrræða önnur sveitarfélög hafi gripið til. Starfshópurinn skili greinargerð um málið til fjölskylduráðs fyrir 1. maí.
8.Húsnæðismál- leiguíbúðir
1402204
Afgreiðsla trúnaðarmál.
9.Tómstundaframlag 2014
1402182
Fjölskylduráð vísar umræðum og úrfærslum um tómstundaframlag til starfshóps um æskulýðs- og íþróttamál.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Elís Þór Sigurðsson og Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúi
Skóladagatal lagt fram. Skóladagatalið hefur verið lagt fyrir umsagnaraðila innan skólans og samþykkt.
Fjölskylduráð staðfestir skóladagatalið eins og það er lagt fyrir.