Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Gjaldskrá heimaþjónustu - tillaga
1211157
2.Styrkir til náms og verkfæra og tækjakaupa, leiðbeinandi reglur
1202044
Þjónusturáð Vesturlands í málefnum fatlaðra hefur veitt kr. 500.000 til styrkja til náms-, verkfæra- og tækjakaupa í samræmi við 27. gr. í lögum um málefni fatlaðra. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2012. Þjónusturáðið mun taka umsóknir til afgreiðslu.
3.Grunnþjónusta sveitarfélaga - tillaga þjónusturáðs
1211155
Tillögur þjónusturáðs Vesturlands í málefnum fatlaðra um grunnþjónustu lagt fram.
4.Þjónusturáð Vesturlands - NPA reglur
1211154
Þjónusturáð Vesturlands í málefnum fatlaðra hefur sett reglur um notendastýrða persónulega aðstoð. Sveitarfélögum er í sjálfsvalds sett hvort þau samþykkja reglur um NPA fram til ársins 2015. Fjölskylduráð telur ekki tímabært að afgreiða reglurnar að svo komnu máli. Laufey vék af fundi kl. 19:00.
5.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa
1208119
Farið yfir minnisblað framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013. Framkvæmdastjóra falið að koma samþykktum fjölskylduráðs til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri mætti á fundinn kl. 17:00. Laufey kynnti drög að breytingum á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Fjölskylduráð vísar drögum að breytingum á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu til starfshóps sem bæjarstjórn hefur ákveðið að taki til starfa og taki fyrir tekjutengingu við afsláttarkjör á þjónustugjöldum.