Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

76. fundur 01. nóvember 2011 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1108099

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 16:30. Lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Fjárhagsaðstoðn-áfrýjun

1111001

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Hrefna vek af fundi kl. 16:55.

3.Fjárhagsáætlun grunnskólanna 2012

1110304

Fjölskylduráð mun á næstu fundum hitta forstöðumenn stofnanna og fara yfir framkomnar óskir og athugasemdir þeirra.

Á fundinn mættu áheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúar skólastjóra, Elís Þór Sigurðsson fulltrúi starfsmanna og Elísabet Ingadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra kl. 17:00.

Skólastjórnendur fóru yfir helstu atriði í fjárhagsáætlun grunnskólanna og hvaða liði þyrfti að hækka kostnað á að þeirra mati en það eru liðir s.s. vegna hækkunar á efniskostnaði, endurnýjun á húsmunum og eðlilegt viðhald og tölvukaup.

4.Skólavogin - ákvörðun fjölskylduráðs

1111007

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur um skeið unnið að því að finna matstæki sem uppfyllir lagaskilyrði um ytra mat grunnskóla. Í þessu skyni hefur Sambandið kynnt til sögunnar norskan hugbúnað sem íslenskum grunnskólum stendur til boða. Kostnaðurinn ræðst af því hve margir grunnskólar/sveitarfélög á Íslandi vilja taka þátt.

Skólastjórnendur eru sammála því að Skólavogin sé góður kostur.

5.Viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólabarna haust 2011

1111013

Í viðhorfskönnun sem lögð verður fyrir foreldra grunnskólabarna í nóvember nk. verður bætt við spurningum um vetrarfrí og einelti.

Arnbjörg, Hrönn, Elís og Elísabet viku af fundi kl. 17:40.

6.Skagastaðir - starfsemi á árinu 2012

1110305

Skagastaðir er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar, Vinnumálastofnunar og Rauða krossins. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur lagt til laun verkefnisstjóra, Akraneskaupstaður hefur lagt fé til rekstursins og Rauði krossinn hefur verið vinnuveitandi verkefnisstjóranna og veitt verkefninu margvíslegan stuðning. Ekki liggur fyrir hvort Atvinnuleysistryggingasjóður mun veita sams konar styrk til verkefnisins á næsta ári.

Guðrún S. Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi, Ólöf Guðnadóttir og Guðný Elíasdóttir verkefnisstjórar Skagastaða mættu á fundinn kl. 17:40.

Guðrún greindi frá því að á Vesturlandi eru 336 virkir atvinnuleitendur af þeim eru 190 búsettir á Akranesi. Þar af eru 38 í hlutastarfi og 152 eru ekki í neinni vinnu. Af þessum 190 eru 100 konur og 90 karlmenn og 29 eru með erlent ríkisfang. Af þessum 190 sem eru í atvinnuleit á Akranesi eru 30 á aldrinum 16-25 ára og 26 á aldrinum 26-30 ára.

Guðný og Ólöf greindu frá því að Skagastaðir hófu starfsemi sína í mars 2010. Frá þeim tíma hafa 230 ungmenni sótt staðinn í virkri atvinnuleit. Núna í dag eru 45 ungmenni með 8 klst. viðveruskyldu á viku.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að starfsemi Skagastaða haldi áfram eftir áramót í einhverri mynd. Fjölskylduráð óskar eftir samvinnu við atvinnuleysistryggingasjóð og Vinnumálastofnun um framhald starfseminnar. Niðurstaða viðræðna við ofangreinda verði kynntar fyrir fjölskylduráði.

7.Ávísun á öflugt tómstundastarf 2011

1102008

Tvær umsóknir liggja fyrir um að heimilt verði að nota "Ávísun á öflugt tómstundastarf" sem greiðslu. Umsóknirnar eru frá Önnu Leif Elídóttur og Þóreyju Jónsdóttur annars vegar vegna Myndlistskóla fyrir börn og hins vegar frá Bjarneyju Jóhannesdóttur vegna námskeiðs í Rope yoga og Hot yoga.

Fjölskylduráð samþykkir þessar umsóknir þar sem þær uppfylla þau skilyrði sem sett eru.

8.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál - 1

1110022

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00