Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun
1108099
2.Fjárhagsaðstoðn-áfrýjun
1111001
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Hrefna vek af fundi kl. 16:55.
3.Fjárhagsáætlun grunnskólanna 2012
1110304
Á fundinn mættu áheyrnarfulltrúar vegna grunnskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúar skólastjóra, Elís Þór Sigurðsson fulltrúi starfsmanna og Elísabet Ingadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra kl. 17:00.
Skólastjórnendur fóru yfir helstu atriði í fjárhagsáætlun grunnskólanna og hvaða liði þyrfti að hækka kostnað á að þeirra mati en það eru liðir s.s. vegna hækkunar á efniskostnaði, endurnýjun á húsmunum og eðlilegt viðhald og tölvukaup.
4.Skólavogin - ákvörðun fjölskylduráðs
1111007
Skólastjórnendur eru sammála því að Skólavogin sé góður kostur.
5.Viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólabarna haust 2011
1111013
Í viðhorfskönnun sem lögð verður fyrir foreldra grunnskólabarna í nóvember nk. verður bætt við spurningum um vetrarfrí og einelti.
Arnbjörg, Hrönn, Elís og Elísabet viku af fundi kl. 17:40.
6.Skagastaðir - starfsemi á árinu 2012
1110305
Guðrún S. Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi, Ólöf Guðnadóttir og Guðný Elíasdóttir verkefnisstjórar Skagastaða mættu á fundinn kl. 17:40.
Guðrún greindi frá því að á Vesturlandi eru 336 virkir atvinnuleitendur af þeim eru 190 búsettir á Akranesi. Þar af eru 38 í hlutastarfi og 152 eru ekki í neinni vinnu. Af þessum 190 eru 100 konur og 90 karlmenn og 29 eru með erlent ríkisfang. Af þessum 190 sem eru í atvinnuleit á Akranesi eru 30 á aldrinum 16-25 ára og 26 á aldrinum 26-30 ára.
Guðný og Ólöf greindu frá því að Skagastaðir hófu starfsemi sína í mars 2010. Frá þeim tíma hafa 230 ungmenni sótt staðinn í virkri atvinnuleit. Núna í dag eru 45 ungmenni með 8 klst. viðveruskyldu á viku.
Fjölskylduráð telur mikilvægt að starfsemi Skagastaða haldi áfram eftir áramót í einhverri mynd. Fjölskylduráð óskar eftir samvinnu við atvinnuleysistryggingasjóð og Vinnumálastofnun um framhald starfseminnar. Niðurstaða viðræðna við ofangreinda verði kynntar fyrir fjölskylduráði.
7.Ávísun á öflugt tómstundastarf 2011
1102008
Fjölskylduráð samþykkir þessar umsóknir þar sem þær uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
8.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál - 1
1110022
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 16:30. Lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.