Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

87. fundur 20. mars 2012 kl. 16:30 - 17:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Skóladagatal 2012-2013

1203163

Fyrir fundinum liggur skóladagatal vegna skólaársins 2012-2013. Gert er ráð fyrir að grunnskólarnir verði settir 22. ágúst og þeim ljúki 5. júní 2013. Skólaráð og kennarafundir í báðum skólum hafa samþykkt dagatalið fyrir sitt leyti.

Á fundinn mættu kl. 16:30 Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir fulltrúi skólastjórnenda Brekkubæjarskóla og Hrönn Ríkharðsdóttir fulltrúi skólastjórnenda Grundaskóla. Aðrir áheyrafulltrúar boðuðu forföll. Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.

2.Rannsókn og greining niðurstöður

1203134

Akraneskaupstaður hefur keypt niðurstöður frá Rannsókn og greiningu undanfarin ár. Í niðurstöðum er greint frá svörum nemenda í 10. bekk grunnskólanna varðandi ölvun, reykingar og hassneyslu.

Ákveðið að kanna hvort spurt sé um tóbaksnotkun í könnun Rannsóknar og greiningar. Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir fulltrúi skólastjórnenda Brekkubæjarskóla og Hrönn Ríkharðsdóttir fulltrúi skólastjórnenda Grundaskóla viku af fundi kl. 16:48.

3.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1203132

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 16:50. Fjárhagsaðstoð, áfrýjun. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1203133

Fjárhagsaðstoð, áfrýjun. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1203139

Fjárhagsaðstoð, áfrýjun. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Málið var tekið fyrir á síðasta fundi fjölskylduráðs en því frestað til næsta fundar.

Tveir fulltrúar fjölskylduráðs samþykkja erindisbréf og stofnun starfshóps um framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða. Þriðji fulltrúi í fjölskylduráði og áheyrnarfulltrúi telja ekki tímabært að skipa umræddan starfshóp.

7.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

Komin er fram ósk um að færa til fundartíma fjölskylduráðs í apríl

Fundur 17. apríl verður færður til 16. apríl kl. 17:15.

8.Félagsþjónustan - verkferlar og vinnulag mars 2012

1203127

Ákveðið hefur verið að yfirfara reglur og verklag við veitingu fjárhagsaðstoðar og sérstakra húsaleigubóta. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri í Reykjanesbæ mun annast athugunina í samráði við starfsmenn félagsþjónustunnar

Lagt fram til upplýsinga.

9.Félagsstarf aldraðra - starfsmannamál

1203174

Forstöðumaður félagsstarfs aldraðra mun ekki snúa aftur til starfa að loknu veikindaleyfi.

Fjölskylduráð felur Sveinborgu Kristjánsdóttur félagsmálastjóra að auglýsa starfið til umsóknar.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00