Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Kynning fyrir Fjölskylduráði april 2012
1204072
2.Búseta fatlaðra framtíðarhugmyndir
1204075
Laufey kynnti búsetumál fatlaðra framtíðarhugmyndir. Kynntar voru fyrirliggjandi umsóknir um aðstoð við búsetu. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu og kynna aftur fyrir fjölskylduráði á síðari stigum.
3.Félagsleg heimaþjónusta - gjaldskrá 2011
1107365
Laufey fór yfir gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu. Fjölskylduráð samþykkir að gerður verði samningur við þá aðila sem þurfa á að slíkri þjónustu að halda og akstursgjald verði innheimt í þeim tilvikum sem starfsmaður notar eigin biðreið. Miðað skal við gildandi kílómetragjald hverju sinni. Fjölskylduráð samþykkir að þær fjölskyldur sem nýta sér heimaþjónustu vegna langveikra og fatlaðra barna greiði fyrir hana eftir sömu reglum og aðrir sem nýta sér þjónustuna. Laufey vék af fundi kl. 18:20.
4.Starf félagsráðgjafa - 60% í barnavernd
1204080
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 18:20. Fjölskyldustofa auglýsir eftir félagsráðgjafa við vinnu barnaverndarmála. Fjölskylduráð samþykkir að auglýsa eftir 60% stöðu félagsráðgjafa sem er aukning um 10% frá því sem áður var. Hrefna vék af fundi kl. 18:55.
5.Dagforeldrar - tilhögun
1204006
Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi Fjölskyldustofu mætti á fundinn kl. 18:55. Arnheiður annast eftirlit með starfsemi dagforeldra á Akanesi fyrir Akraneskaupstað. Arnheiður leggur til að:
1. leyfisveiting verði veitt eftir úttekt barnaverndarnefndar og hljóti samþykkt hennar samkvæmt barnaverndarlögum
2. úttekt á heimilum, aðstæðum og leiktækjum hjá dagforeldrum verði gerð af Framkvæmdastofu
3. gerð verði úttekt af heilbrigðisfulltrúa hjá öllum dagforeldrum. Í dag gildir þetta ákvæði eingöngu þar sem tveir dagforeldrar starfa saman
4. niðurgreiðslur til dagforeldra verði mismunandi eftir því hvort foreldrar eru giftir/í sambúð, einstæðir foreldrar eða námsmenn. Möguleiki að tekjutengja niðurgreiðslur
5. núverandi fyrirkomulagi verði breytt þannig að vistunarsamningar verði gerðir milli dagforeldra, foreldra og fulltrúa Akraneskaupstaðar.
6. stuðst verði við tilteknar reglur við eftirlit heimila dagforeldra. Eftirlitið verði framkvæmt nú sem áður af starfsmönnum barnaverndar. Æskilegt er að eftirlitið nái til fleiri þátta en nú er.
7. könnun verði gerð árlega meðal foreldra barna hjá dagforeldrum skv. ákvæðum reglugerðar
Fjölskylduráð samþykkir lið 1 og 2. Fjölskylduráð felur Arnheiði að kanna lið 3 nánar með hlutverk heilbrigðiseftirlits. Fjölskylduráð mun skoða liður 4 nánar.
6.Viðhorfskönnun foreldra barna hjá dagforeldrum á Akranesi vor 2012
1202223
Arnheiður kynnti niðurstöður "Viðhorfskönnunar foreldra barna hjá dagforeldrum á Akranesi". Niðurstöður verða kynntar dagforeldrum og sendar til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Arnheiður og Sveinborg viku af fundi kl. 19:25.
7.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014
1006100
Næsta fasta fund fjölskylduráðs ber upp á 1. maí. Fjölskylduráð samþykkir að halda næsta fund 2. maí kl. 16:30.
8.Nýtt gróðurhús - frjáls framlög
1104053
Erindi frá Sólheimum um vinnuframlag vegna byggingaframkvæmda. Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu.
9.Íþróttabandalag Akraness - rekstrarsamningur 2012 - endurnýjun
1204023
Lögð fram drög að nýjum rekstrarsamningi Íþróttabandalag Akraness fyrir árið 2012. Fjölskylduráð samþykkir samninginn efnislega og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
10.Hádegisverður
1201156
Gerð hefur verið tilraun með heitan hádegisverði í Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað. Tilraunin hefur gengið vel. Reiknað með að þjónustan haldi áfram í óbreyttri mynd.
11.fjárhagsaðstoð-áfrýjun
1111169
Fjölskylduráð hafnar erindinu. Afgreiðsla trúnaðarmál.
12.fjárhagsaðstoð-áfrýjun
1204043
Fjölskylduráð samþykkir erindið. Afgreiðsla trúnaðarmál.
13.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun
1204063
Fjölskylduráð hafnar erindinu. Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fundi slitið - kl. 19:40.
Laufey Jónsdótti verkefnastjóri félagslegrar heimaþjónustu mætti á fundinn kl. 17:00. Kynnti starfsemi félagslegrar heimaþjónustu Akraneskaupstaðar.