Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Styrkir vegna tómstundastarfa
1105059
2.Stefnumótun Fjölskyldustofu
1101177
Fjölskylduráð styður áætlanir um vinnu við stefnumótun Fjölskyldustofu og felur framkvæmdastjóra að sækja um fjárveitingu vegna verkefnsins til bæjarráðs.
3.Íslandsmóti í knattspyrnu 100 ára
1105098
Fjölskylduráð samþykkir að kaupa 10 eintök af bókinni " 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu" samtals kr. 75.000. Bækurnar verða gefnar í stofnanir bæjarins.
4.Listabraut-hljóðfæra og söngnám samstarf grunnskólanna
1105099
Samvinnuverkefni Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Tónlistarskólans á Akranesi um Listabraut - hljóðfæra og söngnám sem valgrein á unglingastigi grunnskóla. Markmiðið er að bjóða upp á valmöguleika sem innihalda hljóðfæra- og söngnám með áherslu á tónlist sem tengist áhugasviði nemenda. Áætlaður stofnkostnaður vegna hljóðfærakaupa er kr. 1.800.000. Fjölskylduráð samþykkir að koma þessari hugmynd í framkvæmd og felur framkvæmdarstjóra að sækja um viðbótarfjárveitingu til bæjarráðs.
5.Félagslegt húsnæði - úthlutun framlaga vegna sölu.
1105090
Lagt fram.
6.70. íþróttaþing ÍSÍ
1105073
Bréf lagt fram um tillögu sem samþykkt var á 70. Íþróttaþingi ÍSÍ: "70. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið dagana 8.-9. apríl 2011 í Gullhömrum í Reykjavík, hvetur sveitarfélög á Íslandi til að styðja áfram dyggilega við starf íþróttahreyfingarinnar með auknum fjárframlögum til reksturs íþróttafélaga og niðurgreiðslum æfingagjalda barna og unglinga".
7.Skólahreysti - styrkbeiðni 2011.
1105089
Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu á forsendum þessarar umsóknar. Ráðið bendir bréfriturum á málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna til Akraneskaupstaðar.
Fundi slitið - kl. 17:10.
Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga vegna ársins 2011 hafa verið reiknaðir út miðað við fyrirliggjandi reglur um Barna- og unglingastarf í tómstundum á Akranesi. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útreikning.