Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Skagaforeldrar - 2013
1302191
2.Garðasel - breyting á skipulagsdögum 2013-14
1309170
Fjölsylduráð samþykkir breytingu á skipulagsdögum fyrir sitt leyti.
3.Starfsáætlanir leikskóla 2013-2014
1309150
Leikskólastjórar fóru yfir helstu áhersluþætti í skólastarfi leikskóla skólaárið 2013-2014. Hægt er að nálgast starfsáætlanir leikskóla á heimasíðum leikskólanna. Fjölskylduráðið þakkar leikskólastjórunum fyrir ítarlegar og góðar upplýsingar.
Rósa Kristín vék af fundi kl. 17:50.
4.Skólastarf í tölum 2013-2014
1309054
Farið var yfir tölulegar upplýsingar um leikskólastarfið 2013-2014. Hægt verður að nálgast upplýsingarnar á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
5.Barnasáttmáli SÞ og fræðsluþing um ofbeldi gegn börnum.
1309186
Lagt fram til kynningar.
Anney, Ingunn, Margrét Þóra, Brynhildur Björg og Íris viku af fundi kl. 18:25.
6.Uppsögn á starfi - útkeyrsla á mat og gögnum
1309156
Fjölskylduráð þakkar Eiríki Sigmari fyrir vel unnin störf.
Fjölskylduráð mun kanna möguleika á útfærslu á þessu verkefni.
7.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa
1208119
Fjölskylduráð samþykkir þessa tilfærslu á milli liða.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels, Ingunn Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Garðasels, Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri Teigasels, Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels, Íris Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna leikskóla og Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnafulltrúi foreldra.
Fyrirhuguð hækkun á leikskólagjöldum 2014: Vinna við fjárhagsáætlun stendur yfir og er gert er ráð fyrir að allar gjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 3%.
Hlutdeild foreldra í rekstri leikskóla: Í ársreikningi 2012 nemur greiðsla foreldra 20,9% af heildarútgjöldum við beinan rekstrarkostnað leikskóla. Rekstrarkostnaðurinn nam kr. 610.513.000 og greiðslur foreldra námu kr. 127.757.000 þannig að útgjöld Akraneskaupstaðar námu kr. 482.755.000 vegna ársins. Í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er gert ráð fyrir að heildarrekstrarkostnaður nemi kr. 743.726.000, greiðslur foreldra nemi kr. 136.797.000 og að útgjöld Akraneskaupstaðar verði kr. 506.929.000 eða 21.3%.
Tekjutenging leikskólagjalda: Starfshópurinn var skipaður og í honum sitja Karl Alfreðsson, Björn Guðmundsson, Rún Halldórsdóttir og Guðmundur Páll Jónsson. Starfshópurinn hefur ekki skilað niðurstöðum og er reiknað með að þær verði ekki tilbúnar fyrr en í lok árs.