Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

115. fundur 30. apríl 2013 kl. 16:30 - 19:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Málefni aldraðra - starfshópur

1203023

Í maí 2012 skipaði fjölskylduráð fjóra fulltrúa í starfshóp sem skoða átti skipan þjónustu við aldraða á Akranesi. Í erindisbréfi hópsins kemur fram að hann skuli m.a.:

· Skoða hvernig skipan þjónustu við eldri borgara á Akranesi skuli háttað í framtíðinni í kjölfar þeirra breytinga sem orðið hafa við lokun E-deildarinnar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi

· Vera bæjaryfirvöldum til ráðgjafar í málum sem tengjast framtíðarskipulagningu í þjónustu við eldri borgara á Akranesi

· Gera tillögur um framtíðarskipan í þjónustu við eldri borgara á Akranesi og taka tillit til fyrirhugaðrar yfirfærslu málefna aldraðra til sveitarfélaga

Hér að neðan eru tillögur og ábendingar starfshópsins og afstaða fjölskylduráðs til þeirra:

1. Tillaga starfshóps er að: Áhersla á að málefni aldraðra verði einn þáttur í félagsþjónustu Akraneskaupstaðar. Þannig verði horft á þarfir notenda eftir aðstoð óháð aldri, heilbrigði eða fötlun.

Fjölskylduráð styður eindregið þá tillögu að horft verði á þarfir notenda óháð aldri, heilbrigði eða fötlun.

2. Tillaga starfshóps er að: Skipurit fyrir félagsþjónustuna verði endurskoðað. Tillaga að nýju skipuriti er í heild sinni undir kaflanum stjórnskipulag.

Fjölskylduráð felur Fjölskyldusviði að leggja mat á tillögur starfshópsins að nýju skipuriti félagsþjónustunnar og leggja fram drög að skipuriti fyrir fjölskylduráð eigi síðar en 1. nóvember nk.

3. Tillaga starfshóps er að: Félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun verði samþætt til að tryggja samhæfða þjónustu við alla íbúa Akraneskaupstaðar þ.m.t. aldraða í heimahúsum skv skipuritinu.

Fjölskylduráð hvetur til að samstarf félagsþjónustunnar og heilsugæslunnar verði endurmetið, ábyrgðarsvið og verkferlar skýrðir ennfrekar.

Fjölskylduráð hvetur til að stofnað verði inntökuteymi vegna dagþjónustunnar á Höfða til að efla þjónustu við íbúa í heimahúsum og auka þannig jafnræði umsækjenda.

4. Tillaga starfshóps er að: Samræmd rafræn skráning verði fyrir alla starfsmenn sem sinna heimaþjónustu og heimahjúkrun til að tryggja samfellu í þjónustunni.

Fjölskylduráð felur Laufeyju Jónsdóttur verkefnisstjóra heimaþjónustu að kanna hvaða leiðir eru færar í samræmdri skráningu.

5. Tillaga starfshóps er að: Rafræn þjónustugátt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar fá íbúar upplýsingar um þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir.

Fjölskylduráð telur að markmið Akraneskaupstaðar verði að koma á í framtíðinni rafrænni þjónustugátt fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

6. Tillaga starfshóps er að: Samráð sé ætíð haft við notanda þjónustunnar eða fulltrúa hans við skipulag þjónustunnar. Settur verði á fót samráðshópur, sem í sitji fulltrúar notenda, sem hittast reglulega og ræði þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir og hvað betur megi fara.

Fjölskylduráð fagnar því að samráðshópur um þjónustumiðstöð hefur hafið störf þar sem FEBAN hefur tilnefnt fulltrúa sína í. Telur fjölskylduráð það vera upphaf að áframhaldandi samstarfi.

7. Tillaga starfshóps er að: Innan félagsþjónustunnar starfi þjónustustjóri/ar (case manger).:

a. Hver notandi félagsþjónustu hafi ”sinn“ þjónustustjóra. Hann geti þannig leitað til eins ákveðins starfsmanns sem m.a. leiði notandann ”í gegnum kerfið“.

Fjölskylduráð vísar í lið eitt.

b. Með þjónustustjóra/um vinni faghópur/þverfaglegt teymi sem ákvarði hvaða þjónustu notandi þarf/fær. Faghópurinn/þverfaglegt teymi notar viðurkennda kvarða við mat á þörf fyrir þjónustu. Í þeim hópi verði: læknir, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi eða aðilar með þekkingu á sérhæfðri félagsþjónustu.

Fjölskylduráð felur Laufeyju Jónsdóttur verkefnisstjóra heimaþjónustu skoða möguleika á útfærslu þessarar tillögu.

8. Tillaga starfshóps er að: Rík áhersla verði á forvarnarstarf og endurhæfingu til að einstaklingur geti sem lengst búið á eigin heimili:

a. Taka upp viðræður við FEBAN um samvinnu við útfærslu á þjónustu dagdvalar og rekstri félagsmiðstöðvar/þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara.

Starfshópur hefur hafið störf í samvinnu við fulltrúa FEBAN. Starfshópurinn mun leggja fram tillögur um nánari útfærslu á félagsmiðstöðvar/þjónustumiðstöðvar. Fjölskylduráð hvetur til að starfshópurinn skoði einnig þjónustu dagdvalar.

b. Komið verði á reglulegum árlegum heimsóknum í forvarnaskyni sem bjóðist öllum sem eru 75 ára og eldri til að hægt verði að veita þeim þjónustu strax og þurfa þykir svo að þeir geti búið sem lengst heima.

Fjölskylduráð felur Laufeyju Jónsdóttur að kanna hvaða leiðir eru færar í þessum efnum.

c. Skilgreina stig forvarna og ákveði hvar skynsamlegt sé að koma hverjum þætti fyrir innan þjónustunnar.

Fjölskylduráð felur Laufeyju Jónsdóttur að kanna hvaða leiðir eru færar í þessum efnum.

9. Tillaga starfshóps er að: Tillaga starfshóps er að: Fjölskylduráð og stjórnendur Höfða skoði hugmyndafræði um “Notendastýrða persónulega aðstoð” og komi með tillögur um hvort og þá hvernig megi koma þeirri stefnu til framkvæmda á Akranesi.

Fjölskylduráð metur það svo að ekki verði unnt að byggja upp NPA á Akranesi að svo stöddu.

10. Tillaga starfshóps er að: Fjölskylduráð kanni hvort hagkvæmt sé að sveitarfélagið eignist raðhús á lóð Höfða og framleigi það til aldraðra sem þurfa á þjónustuíbúðum að halda.

Fjölskylduráð óskar eftir að þessi tillaga verði skoðuð nánar af umhverfis- og framkvæmdasviði.

11. Tillaga starfshóps er að: Fjölskylduráð kanni möguleika á að bjóða öldruðum að búa á heimili /sambýli (samskonar íbúðafyrirkomulag og í þjónustu við fatlaða). Slíkt íbúðafyrirkomulag gæti gagnast ákveðnum einstaklingum betur en að búa á ”stóru“ hjúkrunarheimili.

Fjölskylduráð hvetur til að búsetuúrræði þjónustuþega félagsþjónustunnar verði skoðuð í heild sinni.

12. Tillaga starfshóps er að: Í rekstri Höfða dvalar- og hjúkrunarheimilis fari fram hvíldarinnlagnir eins og gert er ráð fyrir í 3. kafla reglugerðar um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma.

Fjölskylduráð hvetur til að samráðshópur, fulltrúa félagsþjónustunnar, HVE og Höfða, verði myndaður til að koma þessum og sambærilegum málum í farveg.

13. Tillaga starfshóps er að: Bæjarstjórn Akraness gangi til samninga við velferðarráðuneytið þess efnis að dvalarrýmum á Höfða verði fækkað en hjúkrunarrýmum fjölgað. Vísað er í spár um mannfjöldaþróun og þörf fyrir hjúkrunarrými sem fylgir með skýrslunni.

Fjölskylduráð hvetur til að bæjarstjórn Akraness gangi til samninga við velferðarráðuneytið þess efnis að leysa þörf á hjúkrunarrýmum á Höfða.

14. Tillaga starfshóps er að: Stofnaður verði vinnuhópur sem fái það hlutverk að setja fram gæðaviðmið fyrir þjónustu sveitarfélagsins á sviði félagsmála ( þar með öldrunarmála).

Fjölskylduráð telur að þessi tillaga falli almennt undir þá verkferla sem viðhafðir eru í félagsþjónustu Akraneskaupstaðar.

15. Tillaga starfshóps er að: Akraneskaupstaður vinni framtíðarsýn í málefnum aldraðra með þátttöku þeirra aðila sem starfa í þjónustu við þá og annarra hagsmunaaðila.

Fjölskylduráð metur það svo að með því að bregðast við tillögum og ábendingum starfshópsins með ýmsum verkefnum sé verið að horfa til framtíðar í þjónustu við aldraða. Fjölskylduráð tekur undir að eðlilegt sé að stofnaður verðir starfshópur þegar og ef fyrirsjáanlegt er að málefni aldraðra færist yfir til sveitarfélaga.

Sveinborg vék af fundi kl. 17:40.

Laufey vék af fundi kl. 19:00.

2.Málskotsnefnd

1303154

Fjölskylduráð tilnefnir Hjördísi Hjartardóttur og Önnu Maríu Þórðardóttur sem fulltrúa í málskotsnefnd.

Fundi slitið - kl. 19:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00