Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Heimsendur matur - tillaga að fyrirkomulagi
1310215
2.Gjaldskrá heimaþjónustu - tillaga
1211157
Laufey lagði fram tillögu að nýju fyrirkomulagi að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Laufeyju er falið að gera breytingar á tillögum á reglum um félagslega heimaþjónustu í samræmi við umræður á fundinum. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi fjölskylduráðs.
Laufey og Sveinborg viku af fundi kl. 17:25.
3.Dagur gegn einelti -8. nóvember
1310180
4.Tillögur til úrbóta í framtíðarhúsnæðismálum grunnskóla -
1302141
Farið var yfir uppbyggingu skýrslunnar og helstu tillögur starfshópsins. Umræður um ólíkar leiðir. Fjölskylduráð vísar skýrslu starfshópsins til umsagnar hjá skólastjórnendum grunnskólanna, skólaráðum, nemendaráðum grunnskólanna og Skagaforeldrum. Óskað er eftir að umsagnir berist fjölskylduráði eigi síðar en 1. janúar 2014.
Magnús, Hrönn, Borghildur, Elís og Elísabet viku af fundi kl. 18:05.
5.FIMA - húsnæðismál
1310193
Bréf lagt fram frá Fimleikafélagi AKraness (FIMA) um aðstöðuleysi félagsins.
6.Fjöliðjan - breytt skipulag frá 1. janúar 2014
1311003
Fjölskylduráð samþykkir að rekstri Fjöliðjunnar verði skipt upp milli Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri heimaþjónustu og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri. Laufey fór yfir þær leiðir sem færar eru í akstri á heimsendum mat. Fjölskylduráð felur Laufeyju að auglýsa eftir aðilum til að taka að sér þetta verkefni, sem gæti verið annars vegar verið verktakavinna eða starfsmaður innan heimaþjónustunnar.