Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Einelti - tillögur
1206105
Fjölskylduráð lagði til á fundi sínum 21. júní sl. að komið yrði á fót starfshópi sem vinna mundi að sameiginlegum verkferlum, skilgreiningum og fleiru sem gagnast mundi grunnskólunum í baráttu gegn einelti. Starfshópurinn sem skipaður var Sigurveigu Sigurðardóttur sálfræðing, Brynhildi Benediktsdóttur og Sigríði Ragnarsdóttur námsráðgjöfum, Nönnu M Elfarsdóttur grunnskólakennara og Hjördísi Árnadóttur námsráðgjafa FVA. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum eins og óskað var eftir.
2.Starfsáætlanir grunnskóla 2012-2013
1210079
Grunnskólum ber að skila starfsáætlunum í upphafi hvers skólaárs. Í starfsáætlunum er fjallað um flest það sem snýr að skiplagi skólastarfs. Skoða má starfsáætlanirnar á heimasíðum grunnskólanna.
Hrönn og Magnús fóru yfir helstu áhersluþætti í starfsáætlun skólanna á starfandi skólaári. Fjölskylduráð staðfestir starfsáætlanir skólanna.
Nemendur í grunnskólum Akraneskaupstaðar eru 1014, í Brekkubæjarskóla eru 408 nemendur og í Grundaskóla eru 606 nemendur.
Umræður voru um húsnæðismál grunnskólana. Fjölskylduráð felur starfshópi um skólamál að taka málið til skoðunar og huga að næstu skrefum í uppbyggingu og nýtingu húsnæðis grunnskólanna. Hrönn vék af fundi kl. 18:10.
3.Skilgreining á skóladögum í grunnskólum
1208208
Mennta- og menningarmálaráðuneytið sendi Kennarasambandi Íslands álit varðandi skilgreiningu skóladaga í grunnskólum. Afrit af þessu áliti ráðuneytisins var sent sveitarfélögunum.
Bréfið lagt fram.
Magnús, Borghildur, Elís Þór og Elísabet áheyrnafulltrúar viku af fundi kl. 18:20.
4.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa
1208119
Farið var yfir liði í fjárhagsáætlun 2013.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Á fundinn mættu Sigurveig Sigurðardóttir sálfræðingur sérfræðiþjónustu Fjölskyldustofu, fulltrúi starfshópsins, Magnús V Benediktsson aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla, Borghildur Birgisdóttir og Elís Þór Sigurðsson áherynafulltrúar kennara og Elísabet Ingadóttir áheyrnafulltrúi Skagaforeldra.
Sigurveig fór yfir tillögur starfshópsins. Fjölskylduráð fagnar þessum tillögum og samþykkir þær. Skólastjórum er falið að kynna tillögurnar og koma þeim til framkvæmda í skólunum. Ábendingar komu fram um að kynna vinnuna fyrir foreldrum grunnskólanemenda. Sigurveig vék af fundi kl. 17:00. Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góðar vinnu.