Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

17. fundur 26. ágúst 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi félagsmálastjóra 26.08.09

908091



Sveinborg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir erindinu. Fjölskylduráð samþykkir tillögu nr. 2. Tillaga nr. 1 verður tekin til almennrar umfjöllunar síðar.

2.Gjaldskrá leikskóla - breyting í ágúst 2009

908083


Á fundinn mættu áheyrnarfulltrú foreldrafulltrúar foreldra leikskólabarna og starfsfólks leikskólanna auk leikskólastjóra. Fram kemur að tæplega 40 foreldrar hafa dregið úr dvalartíma umfram 8 klst. á dag. Formaður þakkaði leikskólastjórum og starfsfólki leikskóla fyrir uppbyggileg viðbrögð við erfiðu efnahagsástandi.

3.Lög og reglugerðir um leikskóla

908081

Ný reglugerð um aðbúnað í leikskólum. fjölskylduráð mun fjalla sérstaklega um reglugerðina á fundi síðar.

4.Stjórnendamat/starfsmannakannanir leik/grunn/tónl vor 2009

906117

Kynntar helstu niðurstöður úr stjórnunarmati og starfsmannakönnun í leik-, grunn- og tónlistarskóla. Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðurnar.

5.Könnun meðal foreldra leikskólabarna vor 2009

908035

Svala kynnti könnun um viðhorf foreldra leikskólabarna til starfsemi leikskóla. Könnunin var netkönnun og náðist 78% svörun. Könnunin var nú í fyrsta sinn lögð fyrir alla foreldra en áður voru einungis foreldrar elstu og yngstu barna spurðir. Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðurnar.

6.Viðbragðsáætlanir.

908033

Leikskólarnir hafa verið að undirbúa viðbragðsáætlanir sem Alvarnardeild ríkislögreglustjóra hefur farið fram á að verði gert í öllum skólum landsins. Í tengslum við gerð viðbragðsáætlunar var farið yfir "Reglur um viðbrögð og aðgerðir vegna undirmönnunar í leikskólum, sem skapast í veikindum eða öðrum fjarvistum starfsmanna í leikskólum Akraneskaupstaðar." Rætt um reglurnar og fjölskylduráð gerir ekki athugasemdir við þær.

7.Aukning stöðugilda sérdeildar Brekkubæjarskóla skólaárið 2009-2010.

908056

Bæjarráð Akraness vísaði á fundi sínum 21. ágúst sl. erindi framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu um aukningu stöðugilda sérdeildar Brekkubæjarskóla til umsagnar Fjölskylduráðs. fjölskylduráð mælir með að sérdeildin fái 4.000.000 auka fjárhæð vegna næsta skólaárs.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00