Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

43. fundur 04. ágúst 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Forvarnarmál - niðurstöður Rannsóknar og greiningar

1008002

Á fundinn mættu Heiðrún Janusdóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu. Akraneskaupstaður hefur um árabil keypt niðurstöður frá Rannsókn og greiningu til að fylgjast með þróun vímuefna- og tóbaksnotkun unglinga. Jón kynnti samninga sem Rannsókn og greining hafa gert við mörg hinna stærri sveitarfélaga á landinu. Síðan fór hann yfir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal 10. bekkinga á vorönn 10. bekk. Formaður lagði til að Fjölskylduráð fari í heimsókn í Þorpið málin verði rædd áfram. Ingibjörg, Heiðrún og Jón viku af fundi kl. 17:00.

2.Launakjör starfsmanna Akraneskaupstaðar.

1007081

Bæjarráð sendi Fjölskylduráði bréf þar sem Fjölskylduráði er falið að skoða og leggja tillögur fyrir bæjarráð um endurskoðun á launaskerðingu í grunn- og leikskólum með aukningu á þjónustu og starfsemi viðkomandi stofnana í huga. Tillögur skal leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 17. ágúst nk.

Fjölskylduráð vill skoða hvernig bæta má þjónustu og starfsskilyrði skólanna í samráði við skólastjóra leik- og grunnskóla. Framkvæmdastjóra falið að funda með skólastjórunum og fá fram þeirra viðhorf. Ákveðið að fjölskylduráð komi aftur saman þriðjudaginn 17. ágúst kl. 17:00.

3.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

Fjölskylduráð mun hafa fasta fundartíma á þriðjudögum kl. 16:30. Fundað verður fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00