Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

3. fundur 04. febrúar 2009 kl. 17:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi frá félagsmálastjóra (trúnaðarmál)

901101



Farið yfir aðstoð sem veitt er á grundvelli greina 16. - 21. í reglum um fjárhagsaðstoð á Akranesi. Fjölskylduráð telur nauðsynlegt að endurskoða reglurnar fyrir vorið. Rætt um nýtingu stuðningsfjölskyldu sem úrræði fyrir börn. Nauðsynlegt að móta reglur varðandi stuðningsfjölskyldur og greiðslur fyrir úrræði.



Sveinborg vék af fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2009 - Fjölskyldustofa

901168

Farið yfir bréf bæjarstjóra dagsett 29. janúar þar sem fram koma þær tillögur sem samþykktar voru 27. janúar þegar fjárhagsáætlun 2009 var samþykk.

3.Sumarlokun leikskóla sumarið 2009

902011


Rætt um sumarlokun leikskólanna en samkvæmt fjárhagsáætlun er gert er ráð fyrir að leikskólarnir loki í 4 vikur á komandi sumri. Fjölskylduráð óskar eftir að leitað verði eftir samráði við foreldraráð leikskólanna við útfærslu sumarlokunar. Fjölskylduráð vill tryggja að foreldrum leikskólabarna standi til boða að nýta aðra leikskóla Akraneskaupstaðar ef að sumarlokunartími hentar illa.

4.Verklagsreglur leikskóla

902012

Rætt um breytingar á verklagsreglum leikskóla. Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu að endurskoðuðum verklagsreglum á næsta fundi.

5.Ársskýrsla leikskóla

902015

Skýrslan lögð fram. Rætt um form ársskýrslna sem falla undir fjölskyldustofu. Fjölskylduráð þakkar fyrir góða skýrslu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00