Fjölskylduráð (2009-2014)
1.erindi félagsþjónustu 09.09.09
909024
2.Ársskýrsla Þorpsins 01.01.2008 - 26.06.2009.
907008
Heiðrún Janusdóttir og Lúðvík Gunnarsson frá Þorpinu mættu á fundinn. Til umræðu er starfið á haustmánuðum og hvernig hefur gengið að mæta niðurskurði sem ákveðinn var sl. vor. Starfið í Þorpinu er margþætt. Um er að ræða frístundastarf fyrir nemendur með fötlun í 5. - 10. bekk (10 einstaklingar), félagsmiðstöð fyrir unglinga (8. - 10. bekk), Hvíta húsið sem er hugsað er fyrir framhaldsskólaaldurinn, námskeiðahald ýmiskonar, vinahópastarf í samvinnu við námsráðgjafa grunnskólanna, samstarf við foreldrafélög, þátttaka í starfi Brúarinnar, mömmumorgnar og fleira mætti telja. Rætt um viðmið vegna fjölda gesta/fjölda starfsmanna. Minnt var á að ekki hefur ennþá verið gengið frá ræstingamálum. Arnardalur á 30 ára afmæli 12. janúar n.k. Ákveðið að hittast aftur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.
3.Umsókn um undanþágu frá inntökureglum sept. 2009
909033
Afgreiðsla trúnaðarmál
Fundi slitið.
Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mættu á fundinn og lögðu fram tvö erindi. (Trúnaðarmál). Sveinborg og Hrefna fóru af fundi kl. 16:15.