Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

49. fundur 05. október 2010 kl. 16:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Heimsóknir í stofnanir Fjölskyldustofu haust 2010

1009114

Fjölskylduráð mun hefja fundi sína með heimsóknum í stofnanir sem heyra undir ráðið og heimsótti Fjölskylduráð að þessu sinni Vallarsel og Grundaskóla.

2.Innflytjendamál

1009104

Akranesdeild Rauða krossins hefur sent fjölskylduráði bréf þar sem óskað er eftir umræðum við ráðið um samning sem er í gildi milli Akraneskaupstaðar og Akranesdeildar Rauða krossins. Einnig fylgja með ýmis gögn sem tengjast efni samningsins.

Anna Lára Steindal framkvæmdarstjóri og Shymali verkefnisstjóri Akranesdeildar mættu á fundinn 17:30 og fóru yfir verkefni deildarinnar og samstarfssamninginn Akraneskaupstaðar og Akranesdeildar RKÍ vegna þjónustu við innflytjendur. Fjölskylduráð mun skoða málið nánar og vísar þessu máli til fjárhagsáætlanagerðar. Anna Lára og Shymali fóru af fundir 18:16.

3.Unglingaráð Akraness

1010011

Með fundarboði fylgdi erindisbréf Unglinaráðs Akraness. Fyrir fundi Fjölskylduráðs liggur að ákveða tímasetningu bæjarstjórnarfundar unga fólksins en ósk er um að halda hann í nóvembermánuði.

Fjölskylduráð leggur til að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 16. nóvember kl. 17:00.

4.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Starfshópur, sem skipaður var Eydísi Aðalbjörnsdóttur, Guðmundi Páli Jónssyni, Ruth Rauterberg, Sveinborgu Krisjánsdóttur og Svölu Hreinsdóttur, hefur lokið störfum. Starfshópurinn skilar viðamikilli skýrslu um málefni fatlaðs fólks sem fylgir fundarboði Fjölskylduráðs.

Skýrsla starfshóps er lögð fram. Starfshópurinn lagði þjónustu- og viðhorfskönnun fyrir foreldra/forráðamenn fatlaðra barna og ungmenna og fullorðna notendur þjónustu Akraneskaupstaðar. Unnið er að samantekt niðurstaðna og verður sú samantekt birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar ásamt skýrslunni. Fjölskylduráð vill þakka starfshópi fyrir vel unnin störf og greinagóða skýrslu.

5.Erindi félagsmálastjóra

1010027

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi-trúnaðarmál.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00