Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

84. fundur 01. október 2012 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Gunnar Örn Arnarson - óheimilt hundahald

1209195

Framkvæmdastjóri geri grein fyrir aðdraganda málsins og lagði fram eftirtalin gögn:
1 Kvartanaskráningu vegna umrædds hunds
2 Bréf til Gunnars Arnar Arnarssonar dags.
7. sept. s.l.
3 Bréf til Gunnars Arnar Arnarssonar, dags.
28. sept. s.l.
4 Útskrift ú dagbók lögreglunnar á Akranesi frá
27. sept. s.l., málsnr. 012-2012-001386.
5 Lögregluskýrslu, dags. 28.sept. s.l., málsnr.
012-2012-001386.
6 Undirskriftalista frá íbúum í hverfinu þar sem
óskað er eftir að hundurinn verði fjarlægður.
7 Myndbandsupptaka af hegðun hunds á bílastæði við
Kirkjubraut 12.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna, lögregluskýrslu, þar sem fram kemur að hundurinn sé hættulegur og hafi ráðist á og bitið lögreglumann, myndbandsupptöku sem tekin var á vettvangi áður en hundurinn var tekinn (þar sem sést að hundurinn ógnaði íbúa með því að hlaupa að honum gerði tilraun til að stökkva á hann) er ljóst að veruleg hætta stafar af hundinum. Þá liggur fyrir fjöldi kvartana vegna lausagöngu hundsins, ónæðis og ógnandi háttsemi. Að auki hefur umsækjandi ekki orðið við tilmælum hundaeftirlitsmanns Akraneskaupstaðar um að færa hundinn til skráningar eða mýla hann.

Umsækjandi hefur því brotið alvarlega og ítrekað gegn samþykkt um hundahald á Akranesi sbr. 7-11. gr. Þá hefur lögreglumaður sá er hundurinn beit lýst því yfir að hann óski að hundinum verði lógað.

Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum telur framkvæmdaráð ekki þörf á að kalla eftir frekari sérfræðigögnum um hundinn. Framkvæmdaráð telur því að hafna beri umsókn um leyfi fyrir hundinum og aflífa hann. Þess sé ekki að vænta, m.t.t. fyrri háttsemi, að eigandi hundsins muni fara eftir samþykkt um hundahald á Akranesi né hafa hemil á hundinum. Þá hafi hundurinn sýnt að hann er stórhættulegur. Umsækjanda er veittur 7 daga frestur til að tjá sig um fyrirhugaða höfnun á umsókn um leyfi og tillögu um að hundurinn verði aflífaður. Eftir þann tíma verður endanleg ákvörðun tekin um framangreint berist ekki andmæli.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00