Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

52. fundur 15. febrúar 2011 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Jónsdóttir varamaður
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hundaleyfi - skrán.137

1009042

Erindi frá leyfishafa til Framkvæmdaráðs um endurupptöku málsins. Erindið var sent fyrir lok janúar en hafði ekki borist Framkvæmdastofu og lá því ekki fyrir síðasta fundi til umfjöllunar.

Fyrir liggur erindi frá Jónasi Páli Þorlákssyni (tölvupóstur) þar sem hann óskar eftir endurupptöku málsins.

Framkvæmdaráð staðfestir afturköllun hundaleyfisins.

2.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

Tillaga að breytingu á gjaldskrá

Breytingin felst í því að kveðið er á um árlegt eftirlitsgjald, kr. 5.000,- fyrir hvern kött.

Ekki skal innheimta eftirlitsgjald sama ár og köttur er skráður.

Fyrir liggur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

3.Gjaldskrár íþróttamannvirkja

906162

Tillaga að nýjum gjaldskrárliðum (hópafsláttur o. fl.)frá rekstrarstjóra íþróttamannvirkja

Breytingartillagan gerir ráð fyrir að teknir verði inn gjaldskrá íþróttamannvirkja gjaldskrárliðir sem fjalla um sölu árskorta til félaga og fyrirtækja, leigugjald fyrir sal 5 á Jaðarsbökkum og sal í kjallara Íþróttahússins við Vesturgötu.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

4.Sundlaug á Jaðarsbökkum - yfirbygging

1102072

Kynning á hugmynd að þaki/skýli yfir sundlaug.

Lagðar fram til kynningar hugmyndir sem byggingarfulltrúi hefur sett fram. Hugmyndir um opnanlega glerbyggingu yfir Jaðarsbakkalaug.

5.Akraneshöll - hitalampar

1102075

Uppsetning hitalampa yfir áhorfendasvæði - kostnaðaráætlun.

Framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndina og óskar eftir umsögn frá samráðshópi um rekstur Íþróttamiðstöðvar Jaðarsbökkum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00