Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

3. fundur 17. febrúar 2000 kl. 16:00 - 17:30
Fimmtudaginn 17. febrúar 2000 kl. 16:00, kom hafnarstjórn Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra, Stillholti 16-18.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Ágústa Friðriksdóttir,
Þorsteinn Ragnarsson,
Herdís Þórðardóttir,
Pétur Ottesen.

Auk þeirra Gísli Gíslason hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður.

Formaður setti fund.

Fyrir tekið:

1) Drög að samningi um smíði á lóðsbát ásamt smíðalýsingu:
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lagfæringu á endanlegri smíðalýsingu og samningi um smíði. Hafnarstjóra falið að undirrita samninginn með áorðnum breytingum.

2) Hafnaáætlun 2001-2004: Drög að tillögum.
Farið var yfir fyrirliggjandi drög og gerðar breytingar. Hafnarstjóra falið ganga frá hafnaráætlun fyrir árin 2001-2004.


3) Drög að samningi við sjómannadeild VLFA, Björgunarfélag Akraness, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Hafþór og Félag smábátaeigenda um sjómannadaginn á Akranesi.
Hafnarstjórn samþykkir drög að samningnum fyrir sitt leiti og felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.

4) Fátækraslippur:
Yfirhafnarvörður greindi frá að grjótfyllingin landmegin væri orðin mjög léleg. Yfirhafnarverði falið að fá kostnaðaráætlun í úrbætur.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00