Hafnarstjórn (2000-2004)
Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn þriðjudaginn 25. mars 2003 í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 12:00.
Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
Magnús Guðmundsson,
Björn S. Lárusson,
Gunnar Sigurðsson,
Herdís Þórðardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Viðræður við hönnuð og fulltrúa Siglingastofnunar varðandi útboð á stáþilsframkvæmdum.
Mættir voru til viðræðna fulltrúar Siglingastofnunar, þeir Sigtryggur
Sigtryggsson, Einar Óskarsson og Sigurður Áss Grétarsson. Sigtryggur
gerði í upphafi grein fyrir helstu atriðum framkvæmdarinnar m.a. að stálþilið í
verikið sé væntanlegt til Akraness um páska, en tilboð í niðurrekstur verður
opnað 8. apríl n.k. Sigurður Áss gerði grein fyrir tæknilegum útfærslum við
þilið, verktilhögun og fleira. Almenna Verkfræðistofan á Akranesi mun hafa
eftirlit með verkinu. Varðandi kostnað má ætla á þessu stigi að hann verði í
samræmi við það sem áætlað var. Rætt var um þær breytingar sem
fyrirhugaðar eru á löndun loðnu til HB meðan á verkinu stendur og var
ákveðið að Sigurður, Einar og Þorvaldur ræði við fulltrúa HB um framgang
málsins. Þá var rætt um lagnir sem nauðsynlegt er að setja í þekju
bryggjunnar, sem boðin verður út í lok ársins. Var óskað eftir því að
nauðsynleg gögn varðandi þann verkþátt verði tilbúin í haust eða byrjun
vetrar.
2. Drög að bréfi til samgönguráðherra varðandi líkantilraunir o.fl.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að senda erindið.
3. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 21.2. og 14.3 2003.
Lagðar fram.
4. Verkfundargerð vegna dýpkunar ásamt upplýsingum um magn.
Sigtryggur Sigtryggsson fulltrúi Siglingastofnunar gerði grein fyrir gangi
verksins og að því væri lokið. Verkið gekk vel fyrir sig, en gengið verður frá
lokauppgjöri fljótlega. Eftirlit verksins var í höndum Hönnunar hf. á
Akranesi.
5. Viðauki við samkomulag um leigu á skipalyftu við Bakkatún.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
6. Ný hafnarlög.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir
sameiginlegum fundi með stjórn Grundartangahafnar þar sem m.a. farið yrði
yfir efni nýrra hafnarlaga og önnur sameiginleg verkefni.
8. Þjónustugjaldskrá Akraneshafnar.
Hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að leggja fram tillögu á næsta fundi.
9. Ársreikningur Akraneshafnar fyrir árið 2002.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
10. Tölvupóstur Samúels Guðmundssonar dags. 25. 3. 2003 varðandi rekstur Sjómannaþjónustuna.
Lagt fram.
11. Önnur mál.
Rætt um staðsetningu flotbryggja sem höfnin hefur fengið til umráða.
Ákveðið að hafnarstjóri og yfirhafnarvörður skoði málið og leggi fram tillögu á
næsta fund.
Rætt um breytingu á aðstöðu fyrir löndun afla frá smábátum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30.