Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

286. fundur 23. október 2000 kl. 19:00 - 21:00
286. fundur Íþróttanefndar Akraneskaupstaðar haldinn í
Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, mánudaginn
23. október 2000 kl. 19.00.

Mættir: Sigurður Haraldsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Jóhanna Hallsdóttir og Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi.

Fyrir tekið:

1. Bréf Keilufélags dags. 17.10.2000.
Í bréfinu er beðið um rekstrarsamning við bæinn vegna kaupa á keilubrautum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Samþykkt að fela Stefáni Má, íþróttafulltrúa að rita bréf til bæjarráðs, þar sem íþróttanefnd óskar eftir að gerður verði rekstrarsamningur við félagið.

2. Fjárhagsáætlun fyrir 2001.

Stefán Már leggur fram drög að fjárhagsáætlun þar sem hann hefur tekið niður hvað þarf að gera í hverju íþróttamannvirki, og mun hann senda drögin inn í bæjarráð.

3. Umsókn félags eldri borgara um afnot af íþróttasal 19. janúar 2001.
Eldri borgarar óska eftir að fá að halda þorrablót í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum 19. janúar 2001.

Samþykkt að leyfa þeim að nota húsnæðið en jafnframt að benda þeim á að athuga hvort annað húsnæði hér í bænum myndi henta þeim betur í þessu tilfelli.

4. Starfsmannamál.
Stefán Már íþróttafulltrúi kynnti hugmyndir sínar um breyttar starfslýsingar við íþróttahúsin og mun hann halda áfram að vinna í málinu.

Fundi slitið.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00