Íþróttanefnd (2000-2002)
295. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, mánudaginn 2. apríl 2001 og hófst hann kl. 18:30
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Sævar Haukdal ritari
Bryndís Guðjónsdóttir
Fulltrúi ÍA:
Íþróttafulltrúi: Stefán Már Guðmundsson
Fyrir tekið:
1. Áskorun frá hópi sem stundar þrek á Jaðarsbökkum um lengri opnunartíma. Bréf lagt fram og íþróttafulltrúa falið að kanna mögulega á því að lengja opnunartíman á morgnanna án þess að til mikils kosnaðar komi. Íþróttafulltrúa falið að skoða kostnað og framkvæmd þess að opna þreksal klukkan 6.30 virka daga.
2. Umræða um erindisbréf og hlutverk íþróttanefndar. Íþróttanefnd óskar eftir viðræðum við bæjarráð vegna erindisbréfs og áherslum í íþróttamálum.
3. Staða íþróttafélaga á Akranesi. Árskýrsla ÍA lögð fram og óskað eftir viðræðum við bæjarráð um stöðu íþróttafélaganna.
4. Önnur mál
a. Upplýsingarblað Akranes. Íþróttafulltrúa falið að kynna bæjarráði bækling um Akranes ath um framhald og framkvæmd hans.
a. Upplýsingarblað Akranes. Íþróttafulltrúa falið að kynna bæjarráði bækling um Akranes ath um framhald og framkvæmd hans.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:30