Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

303. fundur 01. ágúst 2001 kl. 19:00 - 21:00

303. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  miðvikudaginn  1. ágúst s.l.  2001 og hófst hann kl. 20:00


Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Sigurður Haraldsson
Sævar Haukdal ritari
 
Íþróttafulltrúi:  Stefán Már Guðmundsson
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson


Fyrir tekið:

Dagskrá:

1. Skýrsla um 17. júní 2001 löggð fram. Íþróttanefnd þakkar kvennadeild Knattspyrnufélags Akraness fyrir vandaða skýrslu og góða dagskrá 17. júní.  Endurskoða þarf fjárveitingu til 17. júní dagskrár fyrir næsta ár til að geta haldið áfram að byggja upp metnaðarfulla dagskrá.

2. Haustganga 2001.  Stefáni Má falið að undirbúa gönguna.

3. Bréf frá Sundfélagi Akraness.  Íþróttanefnd samþykkir beiðni Sundfélags Akraness um að fá 3 brautir í sundlaug við Jaðarsbakka fyrir A hóp til æfinga með fyrirvara um eftirfarandi reglu.  Regla varðandi notkun á 3 braut verður sú að ef iðkendur eru 12 eða fleiri verða notaðar 3 brautir en sé þeir 11 eða færri séu notaðar 2 brautir.

4. Önnur mál.

1. Orðalagi regla um húsaleigustyrk breytt til betri vegar og Stefáni Má falið að senda nýju reglurnar til félaganna.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22.00

Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sigurður Haraldsson
Sævar Haukdal
Stefán Már Guðmundsson
Sturlaugur Sturlaugsson

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00