Íþróttanefnd (2000-2002)
304. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, miðvikudaginn 6. september s.l. 2001 og hófst hann kl. 20:00
Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Sturlaugur Haraldsson
Sævar Haukdal ritari
Sigurður Hauksson
Íþróttafulltrúi:
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson
Fyrir tekið:
Dagskrá:
1. Tímatafla Íþróttahúsanna lögð fram til kynningar. Lögð fram.
2. Haustganga Íþróttanefndar 2001. Formanni íþróttanefndar falið að ganga frá skipulagningu og auglýsa hana.
3. Framtíðarsýn á Íþróttamannvirkjum Akraness. Settur verður á fundur síðar til að ræða skýrslu sem til er um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi.
4. Gjaldskrárbreyting í tækjasal á Vesturgötu. Samþykkt að hækka mánaðarkort í þreksalinn við Vesturgötu úr 1500kr í 2000.kr
5. Önnur mál
Erindi frá kvennanefnd KIA um að fá að setja upp auglýsingaspjöld í íþróttasalinn við Jaðarsbakka samþykkt, en formanni falið að ræða við kvennanefnd KIA um hugsanlega sölu á drykkjum í húsinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.30
Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sturlaugur Haraldsson
Sævar Haukdal
Sigurður Hauksson
Sturlaugur Sturlaugsson