Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

312. fundur 30. apríl 2002 kl. 20:00 - 22:00

312. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  þriðjudaginn  30. apríl  2002 og hófst hann kl. 20:00

Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
 Jóhanna Hallsdóttir
Sævar Haukdal ritari
 Sigurður Haraldsson
 Íþróttafulltrúi:  
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson

Fyrir tekið:

Dagskrá:

1. Könnun Íþróttanefndar og Íþróttabandalagsins á kostnaði vegna þjálfunar barna og unglinga.  Sturlaugi falið að vinna að úrvinnslu gagna frá félögunum.

2. Styrkbeiðnir frá unglinganefnd körfuboltans vegna landsliðsferðar.  Þar sem viðmiðunnarreglur um styrki til utanlandsferða segja að ekki skuli veita ferðastyrk þegar farið er á vegum sérsambanda er beiðninni því miður hafnað.

3. 17. júní 2002.  Formanni og Jóhönnu falið að finna fjallkonu og ræðumann dagsins.

4. Skipurit Akraness.

5. Önnur mál.
Ø Umsókn um styrkveitingu vegna keppnisferðar til Danmerkur.  Styrkbeiðni hafnað því viðmiðunarreglur um styrkveitingar taka ekki til barna yngri en 14 ára.
Ø Umsókn um styrkveitingu vegna æfingaferðar til Spánar.  Styrkveiting er samþykkt samkvæmt viðmiðunarreglum Akraneskaupstaðar.
Ø Beiðni Sundfélagsins um umráð sundlaugarinnar dagana 7-9 júní vegna ?ÍA-ESSO? móts.  Beiðnin samþykkt.
Ø Beiðni Sundfélagsins um umráð sundlaugarinnar 25 mai frá kl 9-14.vegna ?Donnamóts?.  Beiðnin samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir formaður.
 Sigurður Haraldsson.
Jóhanna Hallsdóttir.
Sævar Haukdal ritari .
 Sturlaugur Sturlaugsson.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00