Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Garðakaffi - rekstur
1409232
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins mætir á fundinn.
Menningar- og safnanefnd lýsir ánægju sinni með aðkomu nýrra rekstraraðila að rekstri Garðakaffis í Safnaskálanum í Görðum. Nefndin felur forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum að ganga til samninga þar sem fyrri samningar eru hafðir að leiðarljósi.
2.Bókasafn - ársskýrsla 2014 (söfn á Dalbraut 1)
1504129
Ársskýrslur Bókasafns Akraness, Héraðsskjalasafns Akraness og Ljósmyndasafns Akraness fyrir árið 2014.
Ársskýrslur fyrir árið 2014 lagðar fram til kynningar.
3.Sjómannadagurinn 2015
1503237
Menningar- og safnanefnd óskar eftir 200 þúsund króna viðbótarframlagi vegna sjómannadagsins, en framkvæmd hátíðahaldanna verða í samstarfi við Björgunarfélag Akraness.
4.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2015
1503232
Styrkir til menningar-, íþrótta- og atvinnumála lagðar fram til umsagnar hjá menningar- og safnanefnd.
Málinu frestað.
5.Menningar - og safnanefnd - stefnumörkun til 5 ára
1503045
Málin rædd.
Fundi slitið - kl. 19:40.